Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 64

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 64
60 Björn Þórðarson ANDVARI hann gerði Kolbeini að greiða tíutigu hundraða fyrir víg Kálfs og Guttorms, og innti Kolbeinn það skilvíslega af hendi. Eftir þetta er hvorki Magnúsar biskups né Þorvalds bróður hans getið við almenn mál, og Þorvaldur andaðist 1. september 1235. En á næsta ári segir frá Magnúsi biskupi, er hann síðari hluta sumars tók á móti Orækju Snorrasyni í Skálholti, er Sturla Sighvatsson hafði hrakið, féflett og meitt Örækju. Tók Magnús biskup vel við Órækju og fylgdarmönnum hans og „leysti þá miskunnsamliga". Fékk hann Örækju tíu hundruð vaðmála og lagði til að hann skyldi fara utan, því að hann mundi enga upp- reist hér fá mála sinna. Fór Órækja þá utan á Eyrum. Á sama tíma kom Kolbeinn ungi þar út úr utanför sinni árið áður og hafði farið allt til Rómar. Báðir biskupamir voru, er hér var komið, orðnir aldraðir menn. Guðmundur fæddur 1161 og orðinn blindur, og Magnús einnig kominn á áttræðisaldur og sennilega farinn að heilsu. Að dæmi ágætra formanna sinna á Skálholtsstóli, hefur hann talið rétt, þótt hann væri enn ofan moldar, að eftirmaður hans væri kjörinn sumarið 1236. Kjörinn var Magnús prestur Guðmundar- son, allsherjargoði, dóttursonur Jóns Loptssonar, móðurbróðir Gizurar Þorvaldssonar og föðurbróðir Árna biskups Þorlákssonar. Þetta kjör hefur eflaust farið fram á alþingi, þótt ekki sé þess getið. I sama sinn var einnig kjörinn biskup til Hóla. Kosinn var Bjöm prestur Hjaltason, Kygri-Björn kallaður. Mikilsháttar klerk- ur, er ritað hafði Maríusögu. Þessi kosning hefur þó ekki farið fram að ráði Guðmundar biskups, því að Bjöm var andstæðingur hans alla tíð, og biskup ófús á að láta af embætti meðan lífið entist, eins og eftirgreind tvö bréf sýna. Sigurður erkibiskup í Niðarósi hefur skýrt páfa frá því, að Guðmundur Hólabiskup væri nær alblindur (privatus penitus lumine oculorum) og hafi vígt menn til heilags embættis á þann hátt að leggja sjálfur hönd yfir þann er vígja skal en látið djákna lesa vígsluorðin, sem hann eigi sjálfur að lesa. Gregorius páfi IX. svarar þessu bréfi erkibiskups 11. maí 1237 og skipar honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.