Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 80
76 Þórir Þórðarson ANDVARI vígsluhátíð trúnemans. Samkvæmt rituali því, sem þá er haft um hönd, sltal hann fyrst vinna heit um hlýðni við regluna, þá játa syndir sínar. Loks skal hann blessa þá hluti, sem heilagir eru, og bölva þeim hlutum, sem vanhelgir eru og saurgaðir. Vígsluþegi verður einnig að lýsa því yfir, að hann hafi snúið sér til lögmáls Móse. Sá siður er tíðkaður að gjöra árlega eins konar manntal. Svo virðist sem mönnum sé skipað í stéttir og stig og gefnar einkunnir fyrir framför og fullkomnun í heilögu líferni. Þetta sýnir, að flokkurinn hefir verið skipulagður eins og her, þar sem aginn er mikill og boðin ströng. Hver maður verður öðrum að hlýða, sem yfir hann er settur. Bæði rit Jósefusar og rit Essena gefa upplýsingar um þann sið Essenanna að laugast hreinsunarbaði og um hina helgu mál- tíð. Einnig hefir í Qumran fundizt laug, sem talið er að notuð hafi verið til þessara skírnarbaða. Jósefus lýsir því, að reglu- bræður hafi unnið til fimmtu stundar og þá komið saman til að matast. En fyrst lauga þeir líkami sína úr köldu vatni og klæðast síðan helgum klæðurn. Er þeir hafa laugazt, ganga þeir hvítklæddir til matsalar og er þar flutt borðbæn og blessar prest- urinn bæði brauðið og vínið. Að lokinni máltíð er aftur flutt bæn og leggja þeir síðan frá sér hin helgu klæði og ganga til vinnu sinnar á nýjan leik. Að dagsverki loknu er laugazt og snætt á sama hátt. Essenar lögðu mikla áherzlu á lestur hins helga lögmáls. Meðal hverra tíu manna skyldi ávallt vera einn, sem les lög- málið án afláts. Sennilegt er það, að hann sé þá leystur undan vinnuskyldu, svo að hann geti helgað sig óskiptan lestri lögmáls- ins. Einnig helga allir bræður hluta hverrar nætur lestri lögmáls- ins, guðrækilegum umræðum og lofsöng. Nú vitum við það, að þessir menn, sem fara ofan á nóttunni til þess að lesa lögmálið, vinna allan daginn með höndum sín- um við jarðyrkju, eða að því að gæta hjarðanna, eða vinna önnur nauðsynleg störf. Við getum því hugsað okkur, að einhverjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.