Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 94
90 Barði Guðmundsson ANDVARI sparað. Vitnað er til ummæla Eyjólfs ábóta Brandssonar með þessum hætti: „Lét ábóti þá sveipa líkið og segir svo, sem margir hafa heyrt, að hann kvaðst einskis manns líkama hafa séð þekki- legra en Þorgils, þar sem sjá mátti fyrir sárum“. Þegar svo litið er í Tómasarsögu, sést vel, hvert stefnt var með þeirri yfirlýsing. Þar segir meðal annarra orða um lík erkibiskupsins: „Hér með fer það, vorum herra drottni Jesu Kristo til lofs og dýrðar, að svo fögur og lífleg var hans ásjóna blessuð, sem þá er vænn maður og litprúður sofnar sætlega. Og þó að dreyrinn drægi brott af höfuðsárinu um alla nóttina, fölnaði eigi því heldur sú hin skæra andlitsins fegurð, og í fljótu máli, bar enginn hans limur það mark, að hann þyrri eða þornaði, með því sýnandi, að hans dýrðlegi dauði er honum í Guðs augliti meir til voldugrar hæðar en nokkrar minnkunar“ (S. 444). Margir trúðu á slík dýrlings- teikn, þeirra á meðal var Njáluhöfundur. Hann lætur Hjalta Skeggjason segja á Bergþórshvoli: „Líkami Njáls og ásjóna sýnist mér svo björt, að ég hefi einskis dauðs manns líkama séð jafn- bjartan" (K. 132). XII. Eyjólfur áhóti Brandsson lét aka líki Þorgils frá Hrafnagili upp til Munkaþverár. Ekki finnast önnur dæmi um líkakstur í Sturlungu. Liggur og í hlutarins eðli, að lítið hafi verið um akstur á langleiðum hérlendis á fyrri öldum. Njáluhöfundur greinir þó frá einu slíku tilfelli. Og eins og í Sturlungu er um líkflutning að ræða. Elinn framliðni hafði verið veginn og hlotið sextán sár, svo sem lík Þorgils skarða. Frá sálfræðilegu sjónar- miði séð er Njálufrásögnin af flutningi líksins og aðdraganda hans harla merkileg: „Höskuldur Njálsson og móðir hans áttu bú í Holti og reið hann jafnan til bús síns frá Bergþórshvoli og lá leið hans um garð á Sámsstöðum". Lýtingur bóndi þar hafði eitt sinn boð inni. Var honum þá sagt, að Höskuldur riði um garð, svo sem venja hans var til. Komst Lýtingur þá svo að orði við boðsgestina: „Vil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.