Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 28

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 28
24 Þorkell Jóhannesson ANDVARI samtakanna í íslenzkum atvinnuvegum fram til 1835 er fljót- rakin. Kalla má, að nú á dögum sé atvinnulíf vort og reyndar þjóðlífið allt virkjað með samtökum. Hver þjóðfélagsþegn lifir og hrærist í einhverskonar félagsskap og fæstir reyndar við eina fjöl felldir í því efni. Allt sem framkvæmt er og nokkuð kveður að á einhverja stoð í samtökum. Ekkert þykir sjálfsagðara en að stofna félag til hvers konar framkvæmda, sem að þykir kalla. Þeir menn munu til, sem finnst nóg um allan þennan félagsskap, eins og gengur. En þeim, sem þreyttir eru orðnir á samtökum og félagsstarfi, er hollt að láta hugann reika til þeirra tíma, er hvorttveggja var með öllu óþekkt í landi voru. Hér þarf ekki ýkja langt að leita. Fram að árinu 1751 voru engin félög til í þessu landi og á 19. öld, fram um 1840, má næstum telja félög hér á landi á fingrum annarrar handar og þau öll fámenn og áhrifa- snauð yfirleitt. Hlutafélag nýju innréttinganna var fyrsta íslenzka félagið. Má segja, að glæsilega væri af stað farið, þótt hvorki stæði samtök þessi vel né lengi og einum manni, Skúla Magnússyni, megi þakka mestallt, sem þau fengu til vegar komið. íslenzka akuryrkjufélagið frá 1771 er hér næst að nefna, en afrek þess eru ekki teljandi, og loks útgerðarfélag þeirra Ólafs amtmanns Stefánssonar og Thodals stiftamtmanns 1774—76. Er nánar frá þessum samtökum skýrt í Ævisögu Skúla Magnússonar, eftir Jón J. Aðils, Aldarminningu húnaðarsamtaka á íslandi I. bd. og Sögu íslendinga VI—VII. bd. Eru þá og upptalin íslenzk samtiik til framtaks og umbóta í atvinnuefnum fram um 1830. Öll voru þau skammvinn og engin þeirra almenn eða með þeim hætti, að alþýða manna ætti þar nokkum hlut að. Vilji menn hafa skrá þessa um félagsskap íslendinga sem fyllsta, er auðvelt að bæta því við, sem á vantar, en það eru nokkur félög, er störfuðu að útgáfu rita til fræðslu almenningi, þar á meðal um verkleg efni, eða í vísindalegum tilgangi, en þau em sem hér segir: Ósýnilega félagið frá um 1760, Lærdómslistafélagið frá 1779, Landsupp- fræðingarfélagið frá 1794 og Biblíufélagið og Bókmenntafélagið frá 1815—1816. Er þá upptalið. Um félög þessi má segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.