Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Síða 63

Andvari - 01.01.1953, Síða 63
ANDVARI Milli Beruvíkurhrauns og Ennis 59 um haustlagseyri. Þetta er ekki hægt að skilja öðmvísi en sem skaðabætur, er greiða þurfi vegna tekjumissis. Þetta kemur betur fram í máldaga Ingjaldshóls í registri Gísla biskups Jónssonar. Þar segir, að „fiskavætt hefur henni (Ingjaldshólskirkju) verið tillögð af sérhverjum bæ fyrir utan Enni og til Fróðár hefur legið áður, en kóngsvaldið tekur þær nú og svo var áður“.62) Þessi fiskur kemur svo reyndar fram í vígsluskránni. Þar segir, að bændur gáfu til kirkjunnar vætt skreiðar af hverju býli ævinlega. En bæir þeir, senr gjalda áttu tíund og ljóstolla til Ingjaldshóls, voru frá Gufuskálum og inn til Ennis. Ingjalds- hólssókn, sem varð til við vígslu kirkjunnar á dögum Staða- Arna, hefur óefanlega verið hluti af Fróðársókn. Það sést enn- fremur af hinum elzta máldaga Saxhóls, sem í Fornbréfasafninu er settur til ársins 1274, þótt þar geti skeikað einhverju. Máldagi sá kemur manni fyrir sjónir sem frummáldagi. í öllu falli er hann eldri en vígslumáldagi Ingjaldshólskirkju, sem sést af ákvæð- unum um messudagahald. í þessum máldaga Saxhóls segir, að þar skuli vera heimatíund og gröftur heimamanna og um alla Beruvík og af Öndverðarnesi.63) í seinni máldögum frá því um 1355 og 1397 segir, að til Saxhóls liggi sex bæir að tíundum og ljóstollum.64) I skipan Gísla biskups Jónssonar um að stofna til sóknarkirkju í Einarslóni frá árinu 1566 segir, að Garðar í Beru- vík, Elella, Elólar og Dritvík eigi að leggjast til Einarslóns.65) Þegar þessar heimildir em nýttar, er ómögulegt að álykta á annan veg en þann, að Saxhólssókn hafi lrá því um aldamótin 1300 og fyrr fram á 16. öld verið sama landssvæði og landnám Grímkels, sem sé til Saxhólskirkju hafa legið bæirnir frá Hóla- hólum til Öndverðamess. — Því miður er ekki til eldri Fróðár- máldagi en frá því um árið 1355 og segir þar m. a., að gjalda eigi árlega 10 aura frá Ingjaldshóli, en ekki hvers vegna.°°) Nú hníga rök til þess, að kirkja hafi verið reist mjög snemma að hróðá eftir því, sem segir í 53. og 55. kap. Eyrbyggju. Segir þar irá því, að þeir sauðamaður og Þórir viðleggur hafi báðir verið grafnir ,,þar at kirkju", sem vart getur átt við annan stað en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.