Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 80
76 Böðvar Jónsson ANDVAHI eða súpu nær alls staðar, en annars var kjöt ekki borðað nema á jólurn og nýári. Þá daga var kjötsúpa að morgni en hangikjöt að kveldi. Ur því dró fram um miðjan vetur var kjöt víðast þrotið, nema á beztu heimilum, en flestir lumuðu sarnt á kjöt- bita til hátíðabrigða á páskum. Svona lítið kjöt var eingöngu hér við sjóinn. í sveitum var mildu rneira um það og kem ég að því síðar. í sjóplássum lifðu menn því að rnestu á fiski, garðávöxtum og kornmat. Feitmeti var nóg, lifur og lýsi. Kaffi var oftast drukkið mjólkurlaust. Sætt kaffi aðeins á stórhátíðum, einu sinni á dag, vanalega á morgnana, venjulega með lunnnum eða pönnukökum, að sjálfsögðu misjafnlega ríflega úti látið, eftir efnum og örlæti húsbænda. Þá var kaffi gert sætt með púður- sykri eða sírópi. Síróp var líka haft með lummum og þótti bara betra. I jólagrautinn reyndu menn að hafa mjólk, einkum þeir, sem í þurrabúð sátu. Þeir keyptu eða sníktu mjólkina hjá hin- urn. Svona liðu jól og nýár, án allrar vanalegrar búsáhyggju, nema flestir fengu líka brennivín og það allflestir um of á há- tíðum, þó þar væri margar heiðarlegar undantekningar, sem betur fór. Venjan var sú, að húsbóndi hver varð að fá hjá kaupmanni sínum brennivín á kútinn fyrir jól, og að auki gaf kaupmaður- inn vín nær öllum bændum, sem skiptu við hann að staðaldri. Sú víngjöf fór eftir efnum og vinfengi við kaupmanninn og rnátti nokkuð af slíku sjá, hversu mikils hann mat manninn. Var sá mælikvarði 1 flaska af rommi eða koníaki, stundum sín flaskan af hvorri tegund. Fyrir kom, að kaupmenn gáfu líka a eina flösku fyrir jólin þeim vinnumönnum, sem eyddu sínu vesæla árskaupi í tóbak og brennivín hjá þeim sama kaupmanm- Fátítt var, að manni væri neitað um brennivín á flösku fyrh jólin, eða aðrar stórhátíðir, þó skuldugur væri fyrir. Annars virðist mér, að brennivín, mannkærleiki og hátíð væri oftast ein þrenning, helzt allt saman í einni lest og kærleikskeðju. Svona liðu vanalega hátíðirnar í friði og gleði hjá flestum, sem heil- brigðir voru. Oft var þá líka mikið spilað á helgum og hátíðum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.