Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Síða 87

Andvari - 01.01.1953, Síða 87
ANDVARI Landkostir — 83 ferðamanna, enda er landið ekki fyrir ekki neitt orðlagt fyrir lit- fegurð. Að vilja sjá er ástríða skemmtiferðamanna, og lsland býð- ur þeim, er hafa yndi af því að sjá, ótrúlega og óhugsanlega margar óvenjulega yndislegar sýnir, furðulega margvísar. Að vísu er veðrátta óstöðug hér á landi, en með því að flestir eru svo gerðir, að þeir hafa yndi af tilbreytingu, þá er það líka mikill landkostur. Langviðri eru leiðigjöm. Þar sem langviðra- samt er, eru veðrabrigði jafnaðarlega rnjög harkaleg; fárviðri, felli- byljir, steypiflóð, eldingar, haglél, fannkyngi og frosthörkur, meiri en nokkurn tíma geta komið á íslandi, dynja skyndilega yfir með ósköpum og rífa upp tré, bylta húsum og ryðja burt veg- um, járnbrautum og símaleiðslum, og stórflóð skola heilum hyggðum á haf út og skipum á land upp, eða mögnuð alda steikjandi sólarhita leggst yfir land og þjóð, þurrkar upp læki og ár, svíður velli og engi og brennir skóga og tærir ávexti og aldintré. Þá er öðru vísi hér á íslandi. Hvergi eru góðviðri jafn- glæsileg, illviðri hvergi jafn-meinlítil sem á íslandi. Því er líka óvíða jafn-auðvelt og -yndislegt að athafna sig við öflun verð- nræta til lífsbjargar. Það villir nokkuð fyrir mönnum um rétt mat á veðurfari hér á íslandi, að tímatal það, sem almennt er farið eftir, en upp- haflega er samið á meginlandi Norðurálfu, stenzt ekki á við skiptingu árs í sumar og vetur eftir veðurfari hér úti í Atlants- hafi, — vestur í Flóastraumi og norður við íshaf, — og var þó verra áður en Þorsteinn surtur leiðrétti það að nokkru, því að þá munaði sumri aftur til vors. Samkvæmt veðráttufari hér mun- ar sumri jafnan fram til hausts, miðað við tímatalið. Að réttu Iagi samkvæmt reynslu byrjar sumar á íslandi ekki fyrr en á sól- stöðum eða um Jónsmessu og endar ekki fyrr en að sólhvörfum eða um jól. Eftir þessu virðist hafa verið tekið hér þegar í forn- öld, því að svo er kveðið á í fomum lögum, að sláttur, heyannir, skuli hefjast mánuði eftir sólstöður og standa í tvo mánuði og enda um jafndægur að hausti, með lokum tvímánaðar. Fyrir þessa skekkju árstíðanna, ef svo mætti kalla, þykir fólki, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.