Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 44

Andvari - 01.01.1951, Page 44
40 Barði Guðmundsson ANDVARI Vigfús á allra síðustu stundu Snorn Markússon með boðin til Hrafns Oddssonar. Má í senn meta þessar aðgerðir Vigfúss hon- um til einstakrar undirhyggju og ragmennsku. Það er einnig gert rækilega í Ljósvetninga sögu þegar atvikin þar eru látin lýsa skapgerð Hrafns í Lundarbrekku. Llm leið verður það auðskilið, að þrátt fyrir alla ófremd Llrafns er Þorvarði frænda hans fremur meinlítið við hann svo sem Sturlu við Vigfús Gunn- steinsson. Við minnumst þess að Sturla og Þorvarður taka báðir svari fyrir þá Vigfús og Hrafn í Lundarbrekku er synimir Snorri og Höskuldur veitast að þeim með óvingjarnlegum orðum. Ekkert bendir til þess, að Hrafn Þorkelsson á Lundarbrekku sé sannsöguleg persóna. Þegar hann kemur til sögunnar er hug- ur höfundar bundinn við baráttuáform Snorranna og Vigfúss Gunnsteinssonar, gegn Hrafni Oddssyni. Nafn Hrafns minnir höfundinn á Hrafn í Lundarbrekku sem um getur í Reykdæla sögu. Hinn nýi Hrafn í Lundarbrekku er svo auðkenndur þegar við fyrstu kynningu með orðunum: „Þorkelsson frá Ljósavatni" og „kona Hrafns var ættuð úr Goðdölum." Báðar setningamar eru felldar inn í framanskráða orðræðu Þorkels Llalloilssonar á O Veisu og mjög óhönduglega. Er tilgangur höfundarins hér ber- sýnilega sá, að draga athygli lesandans að Vigfúsi Gunnsteins- syni. 011 gögn hníga að því, að Gunnsteinn faðir Vigfúss liafi verið frá Ljósavatni og sonur Halls prests Gunnsteinssonar, Þóris- sonar á Einarsstöðum. I rekaskrá frá 13. öld er þess getið, að Gunnsteinn nokkur eigi svonefndan Eyrarreka með Ljósvetn- ingum. Er hér vafalaust átt við ábúendur Ljósavatns. Rétt á eftir fylgir þessi greinargerð um Mánárreka: „Þenna reka hálfan hafði Jóreiður lieiman, en hálfan tóku þær Þórey í erfð eftir föður sinn og fylgdi þetta ekki Ljósavatni." Naumast er það vafa bundið, að hér sé að ræða um systkinin Gunnstein Ilallsson föður Vigfúss og Jóreiði í Sælingsdalstungu, ömmu Ingibjargar Sturludóttur en föðursystur Eyrar-Snorra Páls- sonar. Hafa þannig feður Eyrar-Snorra og Vigfúss verið frá Ljósavatni, svo sem feður Brands Gunnsteinssonar á Veisu og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.