Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1951, Síða 54

Andvari - 01.01.1951, Síða 54
50 Barði Guðmundsson ANDVARI hann frétti um atburð þenna, og skipaði Oddi tafarlaust að „láta rakna ránið“. Nú verður Ásgrímur að þola þá auðmýking að skila Þorgilsi fengnum. Það er þetta, sem níðritarinn á við, er hann skrifar: „Varðstu þá svo hræddur, að þú brást þér í merar- líki, og vom slíkt fim mikil, en þeir Starri ráku aftur öxnina, og var það satt, að hann dró burst úr nefi þér“. Eftir að sýnt hefir verið, að fúkyrðum Brodda við Snorra, Guðmund, Skafta og Eyjólf er af höfundar hálfu beint gegn helztu höfðingjum landsins á áttunda tugi 13. aldar, fer einnig að rofa til um nafnana Þorkel Geitisson og Þorkel trefil. Frá árinu 1275 hefir geymzt bréf, sem byrjar þannig: „Virðulegum herra sínum Magnúsi konungi hinum kórónaða senda Árni biskup í Skálholti og Hrafn bóndi, Þorvarður bóndi, Ásgrímur bóndi, Sturla lögmaður, Sighvatur bóndi, Erlendur bóndi og öll hirðin, sú sem í Skálholtsbikupsdæmi er, kveðju Guðs og sína skylduga þjónustu“.B) Bréf þetta tekur af skarið um það, að árið 1275 hafa „bændur" þeir, sem þar eru nafngreindir, verið virðingamestir leikmanna í Skálholtshiskupsdæmi ásamt lögmanninum. Enda hlutu þeir allir herranafnbót nokkru síðar. Vafalaust eru þeir taldir upp eftir embættistign sinni. Fyrst á eftir biskupinum koma valdsmenn þeir, sem haft hafa umboð sín beint frá konungi, þá lögmaður og loks tveir sýslumenn, Sighvatur Hálfdanarson frá Keldum og Erlendur sterki Ólafsson. Hafa þeir verið um- boðsmenn eða fulltrúar hinna konunglegu valdsmanna og þá sjálfsagt Hrafns og Þorvarðs, sem fyrstir eru nefndir af leik- mönnum. Sex eru þessir fyrirmenn eins og goðamir, sem Broddi atyrðir. Fer nú að verða meir en líklegt, að á bak við Þorkel Geitisson og Þorkel trefil dyljist Sighvatur Hálfdanarson og Er- lendur sterki. Ekkert er í heimildum sagt um húsetu eða sýsluvöld Erlends sterka á þessum tíma. En Sighvatur hefir þá haft umboð Þor- varðs Þórarinssonar í „sýslu fyrir utan Þjórsá". Við athugun a frásögnum í Árna biskups sögu kemur þetta skýrt í ljós. Vorið 1274 varð Sighvatur að láta Oddastað af hendi við biskup og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.