Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 77

Andvari - 01.01.1951, Side 77
andvari Þjóðin er eldri en íslandsbyggð 73 ungakonunganna. Varðveizlu Skjöldungasagna má þannig telja meðal höfuðeinkenna þeirra, sem að öndverðu reistu Saurbæi á íslandi. Aftur tökum við nafnaskrá Landnámabókar og teljum þá landnámsmenn, sem áttu móður eða dætur með dísarnafni. Þeir eru 17, en konurnar með dísarnöfnum 18. Þriðja bvert dísar- nafn fellur á Saurbæjarhreppana, svo hlutfallið milli hreppa- flokkanna er hið sama og fyrr, þegar miðað var við Hróð-nöfnin. Konurnar með dísarnöfnunum eru flestar taldar al kyni kon- unga, jarla og hersa, eða þá giftar mönnum af slíku ætterni. í góðu samræmi við þessa rniklu ættgjöfgi dísanna eru svo ættir þeirra oft raktar upp um marga ættliði. Þótt slíkar ættfærslur séu í einstökum atriðum að litlu hafandi, benda þær þó ótvírætt í þá átt, að á landnámsöld íslands hafi dísarnöfnin einkum verið algeng í fremstu höfðingjaættunum, sem þangað fluttu. Og það hefir sína sögu að segja. Frá lokum landnámsaldar um 930 fóru með völd á Islandi uokkrir tugir ættarhöfðingja, sem nefndust goðar. Kjaminn í í'íki hvers þeirra var holið. Það var eign goðans, og sjálfur veitti hann því forstöðu. Var svo ákveðið, að níu höfuðhof skyldu vera 1 hverjum landsfjórðungi, en þrjú í hverju þingi. Ríki goðans, seni höluðhof átti, nefndist goðorð. Sýnir nafn þetta bezt hið uána samband þess við hofið og hina opinberu helgiþjónustu. Enda þótt enginn vottur finnist í heimildum um goða eða goð- °rð í Noregi, eftir að ísland hyggðist, má augljóst vera, að hér getur ekki verið um hreina íslenzka nýjung að ræða, heldur skipulag, sem þróazt hefir með forfeðrum íslenzku landnámsmann- c)nna um langan aldur, áður en norrænir menn fluttu til Ts- Jands. Þegar svo kirkjur koma til sögunnar, voru þær sem hofin 1 einkaeign höfðingjanna. Á hinn bóginn sjáum við, að eftir Fristnitökuna í Noregi rísa þar upp fylkis- og héraðskirkjur, þriðjungs-, fjórðungs- og áttungs-kirkjur. Af þessu má draga þá ályktun, að hinir meiriháttar helgistaðir í Noregi hafi yfirleitt ekki gengið að erfðurn í einstökum höfðingjaættum, heldur verið

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.