Andvari - 01.01.1941, Qupperneq 55
andvari
Hvað olli hruni Frakklands 1940?
51
aröldu þá, sem risið hafði i nafni öreiganna, og stöðvunin var
gerð með því að nota öll kvala- og kúgunaítæki bolsevika í
baráttunni móti stefnu þeirra. En um leið og vegna kommún-
ismans var líka í liinum nýju einræðislöndum útrýmt öllu
frelsi, í því skyni, að byltingarstefnan gæti hvergi átt griðland
i einræðisríkjunum. í þessu efni var fyrirmyndin líka frá læri-
sveinum Karls Marx.
VII.
Hvar sem flokksdeildir kommúnista störf'uðu undir stjórn
Itússa, var lagt fyrir þær að auka óánægju samborgara sinna,
leggja allar uinbótaaðgerðir út á versta veg og freista að
skapa beizkju, tortryggni og óvild gagnvart þjóðerni og þjóð-
skipulagi, þar sem lýðfrelsi rikti. í mörgum löndum sáu hæg-
fara jafnaðarmenn og frjálslyndir menn við þessari hættu
og neituðu algerlega öllu samstarfi við kommúnista. í Frakk-
landi varð þó önnur þróun í þessu efni. Kom þar að lokum,
að mynduð var stjórn undir forustu jafnaðarmannsins Blums
aneð stuðningi frjálslyndra flokka, hægfara jafnaðarmanna og
kommúnista. Hafa þessi samtök verið nefnd á íslenzku
Alþýðufylking. Var samfylking þessi raunverulega mynduð
gegn hægri flokkunum, og tilgangurinn sá að láta kné fylgja
kviði í haráttu við þá. Þóttust efnamenn landsins hér sjá
byrjun þess, sem koma skyldi. Óx við það hatur þessara
manna til kommúnista og hneigð til að leita samvinnu í kyrr-
þey við fasista og nazista og njóta þaðan styrks til að halda
velli móti sókn kommúnista.
Stjórn Blums leitaðist við að gera ýmsar gagnlegar umbæt-
ur og tókst að framkvæma nokkrar þeirra, en það var lítils
virði móti þeim óhöppum og giftuleysi í þjóðlegu samstarfi,
sem fylgdi þessari stjórn. Áttu kommúnistar mesta eða alla
sök á því. Ráðuneyti Blums var ekki fyrr tekið við völdum
en kommúnistar hófu verkfall i mörgum verksmiðjum og
settust að í þeim eins og virkjum. Kröfðust þeir að fá stór-
lega styttan vinnudag, hærra kaup og margs konar fríðindi,
bar á meðal langt sumarleyfi með fullu kaupi frá atvinnu-