Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1942, Page 15

Andvari - 01.01.1942, Page 15
ANDVARI Magnús Guðmundsson n Á næstu 4 þingum átti Magnús sæti í fjárhagsnefnd, var formaður hennar öll árin. Auk þess átti hann sæti í allsherjar- nefnd flest árin. Nokkuð má af því marka, hvert traust sam- nefndarmenn Magnúsar báru til hans á þessurn árum, að á þrem þingum hafði hann framsögu meiri hluta allra mála, er fjárhagsnefndin afgreiddi. IV. Haustið 1919 fóru fram alþingiskosningar, og var Magnús Guðmundsson endurkosinn 1. þingmaður Skagfirðinga. A aukaþinginu, sem kvatt var saman snemma á árinu 1920, sagði ráðuneyti Jóns Magnússonar af sér, vegna þess að það hafði ekki lengur traust þingsins. Jóni Magnússyni var þó falið að mynda stjórn að nýju. Eftir nokkurt þóf var stjórnin mynduð og tók við störfum þann 25. febr. 1920. Varð Jón Magnússon forsætis- og dómsmálaráðherra. Magnús Guð- mundsson fjármálaráðherra og Pétur Jónsson atvinnumála- ráðherra. Horfurnar um þær mundir, er Magnús Guðmundsson tók við fjármálaráðherrastörfum, voru allt annað en glæsilegar og fóru versnandi, er á árið leið. Erlendar innstæður bankanna frá stríðsárunum voru þrotnar, mikil-eftirspurn var eftir er- lendum gjaldeyri til margháttaðra framkvæmda og loks féllu útflutningsvörur landsmanna stórkostlega í verði. Verzlunar- jöfnuðurinn fyrir árið 1920 varð því óhagstæður um 22 millj. kr. Afleiðing þessa varð, að íslandsbanki, sem þá var aðal- bankinn, gat ekki lengur yfirfært til útlanda. Til þess að bjarga viðskiptalífi landsmanna og koma máluni bankanna aftur í rétt horf, afréð stjórnin að taka „enska lánið“, sem svo var kallað, ]). e. 500 þús. sterl.pd. ríkislán, með mjög óhagstæðum kjörum. Sannaðist hér sem oftar, að neyðin er enginn ltaupmaður. Harðar árásir voru gerðar á stjórnina og þá einkum Magnús Guðmundsson fyrir þessa lántöku. Nú munu flestir eða allir líta á þessa lántöku sem neyðarráðstöfun, sem ekki var unnt að komast hjá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.