Andvari - 01.01.1942, Qupperneq 48
44
Jónas Jónsson
ANDVARI
VIII.
Síðan liðu tíu ár með pólitiskum umbrotum og óskörulegri
stjórnmálaforustu. Danir sátu við sinn keip og voru alls ófúsir
að játa, að ísland ætti fyrr eða síðar að geta horfið úr veldi
Danakonungs. Mitt í málamiðlunartilraunum þessa tímabils
hafði fánamálið verið dregið út af vettvangi baráttuhugsjón-
anna. Þegar æskan í landinu sameinaðist um bláhvíta fánann
eftir 1907 og söng „Rís þú, unga íslands merki“, sem pólitísk
vakningarljóð, þá var mjög verulegur hluti þjóðarinnar á allt
öðru máli. Þeir menn litu á bláhvíta fánann sem uppreistar-
inerki. Þeir sættu sig vel við Dannebrog. Einn af kunnustu
stjórnmálamönnum þessara ára sagði, til að tákna andstöðu
sina við Hvítbláin, að hann vildi ekki lifa á íslandi, ef danski
'fáninn hætti að vera tákn þjóðarinnar. Fjöldi annarra áhrifa-
mikilla inanna var á sömu skoðun. Hins vegar bar æskan fram
kröfuna um íslenzkan þjóðfána. Þá gerðu andstæðingar blá-
hvíta fánans það herbragð að ganga inn a, að þjóðin fengi sér-
stakan fána, ef hann væri með miklum sýnilegum skyldleika
við Dannebrog. Alþingi var að heita mátti tvískipt um málið
og tók það óhapparáð að fela Danakonungi að ákveða fána-
gerðina. Konungur ákvað að setja rauðan kross inn í „upp-
reistarfánann", og þannig var fáninn löggiltur, fyrst sem stað-
arfáni og litlu síðar, 1918, sem þjóðfáni. En þvi fylgdi sá ann-
marki, að nálega engum þótti vænt um hinn nýja fána. Sá
hluti þjóðarinnar, sem hafði barizt fyrir hreinum, íslenzkum
þjóðfóna, var særður yfir þvi, að Danakonungur skyldi fá að
setja sitt merki á fánann. Og hinir, sem höfðu unað vel fána
Dana, voru þýðingarlitlir stuðningsmenn fyrir islenzkan þjóð-
fána. Fánasöngur Einars Benediktssonar átti síður en svo við
þrílita fánann. Hafði skáldið sjálft mikla vanþóknun á þeim
fána, sem Danakonungur ánafnaði íslendingum. Megintjónið
\ið málainiðlun þessa var, að hin heita sóknaralda fánamáls-
ins var hrotin á skeri danskrar ihlutunar. Þjóðin hafði fengið
fána, sem mátti líta á eins og nytjahlut í þjóðarbúinu, en eng-
um þótli þó vænt um og ekkert skáld hefur ort um hrífandi
Ijóð. Hirðuleysið um hinn nýja fána kom fram í meðferð