Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1945, Side 14

Andvari - 01.01.1945, Side 14
10 Alexander Jóhannesson ANDVAIU sérþrenta, og má þar nefna ritgerðir um Bjarna Thoraren- sen, Sigurð Breiðfjörð, Jónas Hallgrímsson, Jón Thoroddsen, Benedikt Gröndal, Gísla Brynjúlfsson, um Matthías Jochums- son sjötugan (í afmælisritinu 1905), um Pál Ólafsson, Jón Ólafsson, Þorstein Erlingsson, Hannes Hafstein o. fl. Enn skal minnzt tveggja rita, er Þorsteinn Iét frá sér fara. Var annað þeirra saga heimsstyrjaldarinnar fyrri, mikið rit, nál. 1000 hls., gefið út 1924 (Hcimsstijrjöldin). Eru þar dregnar saman yfirlitsritgerðir úr „Lögréttu“ um styrjöldina og aukið við, og er mikill fengur að eiga slíkt heildaryfirlit á íslenzku. Hilt ritið er Þættir úr stjórnmálnsögu íslands árin 1890— 1918, og kom ril þetta út 1936. Þessir þættir eru tólf útvarps- erindi, er Þorsteinn flutti. Bók j)essi er mikils virði fyrir ís- lenzka stjórnmálasögu, því að öll þessi ár lifði og hrærðist Þorsteinn i andrúinslofti stjórnmálanna, en tímabil þetta má telja til merkustu tímabila í sögu þjóðarinnar, því að á þess- um árum fengu íslendingar innlenda stjórn, viðurkenningu fánans og loks viðurkenningu fullveldisins 1918, er leiddi til lýðveldisstofnunarinnar 1944. Þorsteinn er orðinn nærri sjö- tugur, er hann semur þessi erindi, og hefur fyrir löngu dregið sig í hlé í stormviðri stjórnmálanna. Hann horfir lil baka með rósemi hins aldraða manns og lýsir á hlutlægan hátt átökum íslenzkra stjórnmálamanna eins og reyndur sagna- ritari og er sanngjarn i dómum um ýmsa þá menn, er áður fyrr voru harðskeyttir andstæðingar hans. Ýmis ný gögn dregur hann og fram, m. a. um samningana við Dani 1918, er áður voru ókunn. Þorsteinn var maður jafnlyndur og hófsamur og skapstilltur vel, og þótt Iiann stæði framarlega í orrahríð stjórnmálabar- áttunnar um langt skeið og á ýmsu gengi í sókn og vörn flokk- anna, var hann sáttfús og vinsæll meðal manna í öllum flokk- um. Aljíingi veitti honum í viðurkenningarskyni rithöfundar- laun, er hann hafði dregið sig í hlé frá ritstjórn „Morgun- blaðsins", og hélt hann þeim til æviloka. Hann átti heimilis- láni að fagna, kona hans, Þórunn Pálsdóttir, var honum sam- hent, og eignuðust Jjau sex börn, fimm syni og eina dóttur.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.