Andvari - 01.01.1945, Side 16
12
Alexander Jóhannesson
ANDVARt
dáandi Matthíasar, og tókst snemma með þeim góð vinátta,
sem hélzt alla tíð. Matthías segir í bréfum frá seinni árum
(1913), að Þorsteinn Gíslason sé „vitur og nærgætinn vinur
minnar undarlegu og einatt útlendu sálar“, og „þitt kvæði hef
ég lesið ofan í kjölinn og líkar það hezt allra þeirra ávarpa,
þrátt fyrir þess exaggerations“.
Blaðið „lsland“ var á sínum tima nýjung í íslenzkri blaða-
mennsku og á undan öðrum, bæði að formi og efni, og var
auk þess stærra. Fyrir Þorsteini vakti þó enn stærri útgáfu-
starfsemi en fyllilega komst í framkvæmd; hann vildi gefa út
stórt aðalblað í Reykjavík tvisvar í viku og smærri blöð úti
um land í sambandi við það. ,Um þessar fyrirætlanir segir
Matthías í hréfi (1897): „Til stakra heilla og hamingju með
Island. Mig undrar — og marga hér — yðar þor og áræði, en
þetta yðar plan er sjálfsagt lagt fyrir löngu“.
Þessi hugmynd komst síðar að nokkru í framkvæmd með
slofnun „Lögréttu" og „Norðra“. Þorsteinn kostaði kapps um
að gera hlöðin fjölbreyttari, forystugreinar voru venjulega
stuttar, en greinafjöldinn mikill, og flestar voru þær um stjórn-
mál og bókmenntir og ýmiss konar erlend efni (fréttir). Það
var eins og nýr tónn kæmi fram í blaðagreinum Þorsteins,
bæði í „Bjarka“ og einkum í „lslandi“. Greinarnar voru fjör-
meiri en áður tíðkaðist og báru persónulegan blæ, jafnvel
form og uppsetning á blaðinu varð nýtízkulegri en menn höfðu
vanizt. Erlendu fréttirnar voru hins vegar yfirgripsmeiri og
samfelldari, eins og bókin Heimsstyrjöldin ber með sér. 1
greinum sínum um íslenzka stjórnmálamenn (Hannes Haf-
stein, Valtý Guðmundsson, Jón Magnússon, Jón Þorláksson
o. fl.) kostaði hann kapps að lýsa viðhorfi þeirra lil samtíðar-
innar, og urðu greinar þessar því nokkurs konar þættir úr
sögu íslands á þessum tíma. Þorsteinn hugsaði einnig uni
tæknilegar umbætur í útgáfu blaða og bóka og fékk hingað
fyrstu setjaravélina til prentsmiðju, sem hann átti með öðr-
um, en ýmsir prentarar litu hornauga til þessarar nýjungar
og hugðu, að setjaravél myndi spilla atvinnu þeirra.
1 „Bjarka“ ritaði Þorsleinn ýmislegt um innlendar og er-