Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1945, Page 38

Andvari - 01.01.1945, Page 38
34 Meistari H. H. ANDVAIit höfum vér aö hætti hinna mestu menningarþjóða mitt á meðal vor vorn eiginn mannkynsfræðara, er stendur fyllilega jafn- fætis hverjum hinna að líkamlegu og andlegu atgervi, enda nýtur eins og hinir þeirrar viðurkenningar meðal hinna skrift- lærðu þjóðarinnar, að hann sé ekki með öllum xnjalla, þótt hann sé að því leyti fremstur meðal jafningja, að hann er náttúrufræðingur að upplagi og námi og því líldegastur þess háttar manna til að skilja eðli og tilgang alheims og mann- kyns. Oss íslendingum hættir einnig við vantrausti á máli voru. Til þess að vinna bug á því, svo að vér getum dugað ís- lenzku máli, þurfum vér að þekkja sannleikann um íslenzk- una, en hann er sá, að hún er Iika hverju öðru máli jafnsnjöll, ef reynt ér og rétt er á haldið, og að ýxnsu leyti öðrum málum fremri. Undirstöðuatriði verndunar og viðhalds og eflingar á islenzku máli er jxá sannfæring um jxessi sannindi. Þetta verð- ur að vera trúarsetning vor og lífsregla, ef vér ætlum að halda áfram að vera íslendingar. Ef vér viljum vera Islendingar, halda áfram að vera íslend- ingar, þá verðum vér fyrst og fremst að leggja rækt við is- lenzk mál, — kenna það vel, læra það vel, kunna það vel. Það verður að vera undirstaða allrar menningarstarfsemi vorrar. Allt, sem vér fáumst við, verðum vér að grundvalla að andlega leytinu á máli voru. Mál er liugrenningar, hugsanir, búnar orðúm, orð, lxirt í hljóðum, liljóð, geymd i bókstöfum, menningararfur menntaþjóðar. í nxálinu býr líf og andi allrar menningarstarfsemi þeirrar þjóðar, sem talar það. I því birtist sál þjóðarinnar með þeim svip, sem hún lxer á hverjum tíma, björtum eða dimmum. daufum eða heiðum eftir lifnaði og liðan, en sjálft er málið l'yrst og fremst orð, og „orðin eru til alls fyrst“. Orðlaus ei mállaus, en það er eitthvað annað að oss íslendingum en þ^ð, að vér séurn mállausir. „Orð er á íslandi til um allt, sem ei

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.