Andvari - 01.01.1945, Qupperneq 93
ANDVAIU
Við Skaftárelda
89
inn mun ætla, að slílcum kappsmanni hafi vel líkað, er til-
lögur hans og álitsgerð var að engu haft, og þess hafa með-
nel'ndarmenn hans efalaust varir orðið, þótt hvergi komi her-
lega fram, — nema í niðurlagi fundarbókunarinnar, sem fyrr
var frá skýrt, er trauðlega verður skilið á annan hátt en þann,
að hér sé nefndin að leggja lítils háttar plástur á kaun kamm-
erherrans: Þegar öllu var á botninn hvolft, var hugmynd hans
ekki gersamlega hafnað — í ýtrustu nauðsyn!
Sú nauðsyn gafst ekki, sem betur fór. Og Carl Pontoppidan
segir, að hann hafi aldrei glaðari verið en þann dag, er hann
gat komið í veg fyrir það, að ráðizt yrði í hrottílutning þenn-
an. Enginn efast um góðfýsi þessa rnæta manns, en hér þurfti
i'eyndar lítils við. Hugmyndin var svo fráleit. Hins vegar þótti
sýnt, að íslendingar þyrfti enn hjálpar. Samskotin irá Ivauj)-
mannahafnarbúum 1783—84 hrukku skammt. Framan af ari
1785 var í ráði að leita samskota handa íslendingum utan
Danaveldis, en að athuguðu máli þótti það ekki fært. Loks var
i'áðið að hefja almenn samskot í Danmörku og Noregi og gekk
l>að allgreiðlega. Carl Pontoppidan telur, að samskotin til ís-
lendinga 1783—85 hal'i alls numið 46 109 rd. 46 sk. Þar að
auki telur hann framlag konungs, það er að segja verzlunar-
innar, til hallærishjálpar, 77 894 rd. 24 sk. Var þetta ekki lítið
ié, eða rúmlega 124 þús. rd. alls. En þvi miður urðu samskotin
sumarið 1785 að Jitlu liði. Þau koniu of seint. Hallærið með
öllum sínum óskaplegu hörniungum var liðið hjá. Eftir var
hversdagsleg neyð sárfátækrar þjóðar, sem engin samskot
gátu bætt. Þótti þá snjallast að leggja féð í sjóð og geyma það
■síðari tima. Þannig varð til hinn svokallaði Kollektusjóður, en
hann nam við árslok 1797 47 822 rd. 54 sk.
X.
Með sumri 1785 má kalla, að létti móðuharðindunum, eftir
samfelld tvö ár. En ömurlegt er þá að líta yfir uppskeru hung-
urdauðans. Eftir því sem næst verður komizt, hafði fólki fækk-
að á árunum 1783—85 um rúm 9 þús. Fullyrða má, að mikill
þorri þessa fólks lézt al' harðrétti, liungri og' hungursóttum,