Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 12

Andvari - 01.01.1947, Page 12
8 Stephan G. Stephansson ANDVARI vestra. Þorgrímur heitinn var nokkuð við slark kenndur, en hann var greindur og — ágætur lesari. Engir vinir né óvinir voru þeir faðir minn og hann. Ég skildi, að föður mínum var þarna nóg hoðið, en [hann] lagði ekki orð til, fyrr en þá þraut, en sagði þá með nokkurri glettni: „O, jæja — þetta kann að geta verið betra, en skrifað stendur: Á stóli spámannanna sitja skriftlærðir og farísear, hlýðið þeirra kenningu, en breytið ekki eftir verkum þeirra.“ Þetta kom svo flatt upp á þessa ungu siðameistara, í þann veginn að verða norsk-synódiskir biblíu- hestar, að þeir stein-þögnuðu. Heyrt hef ég, að Stefán faðir í'öður míns hafi verið bókavinur mikill og raddmaður með afbrigðum. Eitt var víst, faðir minn hafði í æsku kynnzt nær öllu í íslenzkum bókaskápum, sem þá var til, andlegu og ver- aldlegu, fornu og nýju, þó hann ræddi lítið um. Og allt, sem nýtt kom út og hann náði til, las hann einhvern tíma, en var þó ákafur iðjumaður. Hann þótti lesa óvenjulega skýrt og vel, og var fyrir það stundum afhæja við húslestra. Hann var alvörumaður og stórlyndur, ötull og. ósérhlifinn, dyggur og ráðvandur, sleil sér út fyrir aðra og fyrir örlög fram. Bjarg- aði sér og sínum aðeins með erfiði sínu. Móðir mín var góðlyndið sjálft. Mjög hneigð til kvenhann- yrða og næm á þær, sem hún sá fyrir sér, eftir því sem efni og tími hrukku til, og svo greind, að hún lærði af sjálfdáð að fleyta sér á bók, bæði í dönsku og ensku, eftir að hún koffl vestur um haf. Hvorugt hafði hún kynnt sér áður, og var þá hnigin á efri ár. Bæði foreldri mín kunnu að rita, þó sjaldan tækju þau á því, og höfðu lært það án lilsagnar. Gátu skrifað bréf, ef á lá. Áhrif annarra. Eg man þau eiginlega engin, nema foreldra minna, sjálfsögð. Eg man ýmislegt, sem mér fannst vel til mín gert og sagt, af vandalausum. Nokkuð líka frá hinni hliðinni, en ör-fátt. Enginn einstakur varð mér hetja né fyi'" irmynd. Slíkt var eðlilegt. Ég ólst upp afskekkt, í fámenni foreldra minna aðeins og einnar systur miklu yngri, þó marg- an gest sæi ég korna um stund. Hef orðið einrænn og það

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.