Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 21

Andvari - 01.01.1947, Side 21
ANDVAHI Stephan G. Stephansson 17 hamla, að hann sæi það fyrir, að einhvern tíma myndi ég geta ltveðið vísu betur en hann. Móðir mín skar mér fjaðra- penna og bjó mér blek úr hellulit. Ég settist við ritstörfin, en vandi varð á: Ég vissi ekki, hvar byrja átti á neinuin staf, reyndi i ýmsar áttir, en ekkert liktist fyrirmyndinni. Móðir mín varð svo að sýna mér upptökin og halda um höndina á mér í byrjun, og loks tókst mér að ltlóra. Siðar sögðu þeir mér til, Sigvaldi Jónsson ,,skáldi“ og Björn Kristjánsson „Skag- fjörð“. (Hann dó vestra.) I Víðimýrarseli lá ég í lánuðu skruddunum, hvenær sem ég komst að. Las t. d. „Grútar - biblíu mína þrisvar alla einn vetur, út ur bókaskorti. Þai hyrjaði ég að lesa dönsku hjá sjálfum mér, fékk lánað lítið kennslukver, með dönskum smágreinum og íslenzkum þýð- ingum á þeim, mig minnir eftir Sveinbjörn Hallgrímsson. Orðabók sá ég aldrei, en áfram hélt ég að lesa með sjálfum mér það litla, sem fyrir varð, svo ég réð nokkuð i létta danslca bók, t. d. skildi hér um bil „Börnevennen , sem ég las síðar i Bárðardal. Annars var ég smali þar, í selinu, kinda og hrossa foreldra minna, sem fátt var talsins. Við móðir mín gengum »til grasa“ að heiman á vorin í næsta fjall, Viðimýrarhnjúk, °g suður á heiðar var ég sendur með öðrum í sömu erindum, norður á Sauðárkrók og Beykjaströnd, sitt hvort sinn, til að fá að fljóta með og fiska og flytja heim hestburð af soðn- ingu, þó eklti væri ég hlutgengur, nema fyrir kunningsskap föður míns við formennina. Nálega allir, jafnvel alls ókunn- ugir, voru mér góðir, og tóku minn hluta í mörgu, en er of- langt mál. T. d. eitt sinn var ég sendur að heiman að leita hesta. Lagði upp í góðviðri, léttklæddur og „á tomri biók- ’nni“ og hljóp við smalaprikið. Regn skall yfir. Hestainii stroknir úr högum, yfir Sæmundará, upp í Grísafell. Ég náði fceim lolcs og ralc heimleiðis ríðandi, til vaðs við Gýgjarfoss, svo sem leið lá þá. Þegar út á vaðið kom, reið hopur af höfð- ingjum, húnvetnskum og skagfirzkum, vestur yfir móti mér. Suma þekkti ég að sjón, en þóttist illa til reika að fara fram hjá slíkri fylgd, því skó hafði ég gengið af mér líka. Samt slapp ég yfir um orðalaust og hélt mig lausan allra eftirmála,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.