Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1947, Síða 28

Andvari - 01.01.1947, Síða 28
24 Stephan G. Stephansson ANDVARI 80 skýrslum, sem mér hafa enn borizt, var þín sú þriðja bezta. En hvernig stendur á þessu, að þú, óskólagenginn útlending- ur, getur gert það, sem innlendir og skólagengnir menn flaska á?“ Ég afsakaði mig að svara því. — Þegar ég vann við land- mæling liér í Alberta, hvarf sá skyndilega frá, sem dagbókina („field notes“) liélt. Samverkamaður minn laumaði því að mér, að húsbóndinn hefði ráðið að láta mig taka við. Ég brosti að því og efaði. „Það er áreiðanlegt, og af því gert, að enginn í hópnum er fær um þetta, nema þú.“ Ég gat tæplega trúað því, að kringum 10 manns, allir innfæddir hér og eitthvað skóla- smognir (jafnvel þó franskir væru að ætt, sumir, og fáfróðir allir, að mér fannst) væru í þessu miður færir mér. Þetta varð samt úr. Hefði ég neitað, hefði ég verið rekinn. Hús- bóndinn var gæðamaður, en þoldi illa annarra ráð en sín. Aldrei hafði sá, sem á undan mér var, getað gert bókina honum til geðs. Var þó, meðal annars, útskrifaður af verzl- unarskóla. Aldrei fann húsbóndi að við mig, svo ég slapp vel. Að ég slampaðist svona í bæði skipti og oftar, er eklci mínum yfirburðum að þakka, heldur skólunum að kenna. Fyrirkomulag þeirra er þannig, að það gerir of mörg barns- höfuð að eintrjáningum. Þegar ég kom fyrst á „mælinguna“, tók ég við af manni, sem yfirgaf; var mér fenginn hestur hans og kerra til milli- flutninga. Samverkamenn mínir voru margir Kanada-Frakkar, og svo var húsbóndinn. Fyrsta daginn, sem flytja sig átti og ég íor að leggja á og spennti jarpa hryssu fyrir, tóku Frakkarnir að tala og hlæja, eins og Frakkar geta bezt. Ég vissi, að það átti við mig, en skildi ekki, hvað að var, né lét sem ég tæki eftir þeim. Þegar sprett var af um miðdegi og aftur lagt upp, tóku þeir enn til, en nokkru hægara, og í hvort tveggja skipti þögnuðu þeir alveg, þegar upp var lagt. Mér var skipað rúm fremst í lest. Næsta morgun bryddu þeir enn á sama, þegar ferðbúið var, en miklu minnst. Ég skeytti því engu og minntist aldrei á. Þegar úti var um haustið og við kumpánar skildum, spurði einn Fralckinn mig í heyranda hljóði, hvort mér léki ekki forvitni á að vita, hvað til hefði komið, að þeir létu svo,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.