Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 29

Andvari - 01.01.1947, Side 29
ANDVARI Stephan G. Stephansson 25 því var hefði ég orðið að verða við það. Ég sagði, að mér hefði staðið á sama þá og eins væri nú. Hann sagðist samt verða að segja mér það. Hryssan, sem ég keyrði, hefði verið ramrn- stöð hjá Caron, sem keyrði hana á undan mér, svo að aldrei hefði hún ekizt úr sporum fyrst í stað, á annan hátt en að leysa hana frá kerrunni aftur og þeyta henni ríðandi góðan sprett, en oft orðið tafir að. Nú hefðu þeir búizt við, að hún gerði mér sömu skil, en orðið vonsviknir og þá hætt. Þetta var og satt, ég rak mig á það árið á eftir. Hún var fengin í hendur öðrum en mér og tók upp aftur sínar kenjar, og [var] fargað litlu síðar. Gaman væri að vita, hvað það var í skapgerð hryss- unnar, sem breytti henni svona, en það get ég ekki, og hvorki er ég liestamaður né keyrslugarpur, svo ekki var því til að geta. En hitt er víst, meðan ég kann að muna, verður mér hlýtt til gömlu, jörpu „Nellie“ (svo hét hryssan) fyrir að hlífa sér við að láta mig verða að athlægi. Of fáorður. Hef rekið það af mér yfir á hinn öfgann. Af- saka mig á sama hátt og sagt er af Walter Scott. Hann ritaði bók, sem þótti lopakennd og leiðinleg. Af honum var ætlazt til betra. Hann var spurður að, hví hann hefði haft bókina svona langa. „Af því ég hafði engan tíma til að hafa hana styttri,“ á hann að hafa svarað. Athugasemd. Þar sem ég nefni séra Friðrik, á ég við séra Priðrik Bergmann. 31. maí 1922. Stephan G—

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.