Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 35

Andvari - 01.01.1947, Side 35
ANDVARI Manntalið 1703 31 sónu koma til yðar (lofi guð), smásmuglega eftirgrennslist öllu þessu. Ég og einnig af mínum kröftum, svo að fullnægja gjörast kynni hæstnefndrar kóngs Majestats skikkan, sem sýnilega lítur út til allra vor, hans Majsts náðar undirsáta, tímanlegrar nytsemi, að vilja vors herra. Forframið því dýrð drottins, gagn kóngsins, farsæld föðurlandsins, not yðar og barna yðar í aldir fram, og forsómið það ekki meðan timinn er. Hérmeð guði befalaðir með góðum óskum. Reykjahlíð d. 8. Januarii 1703. Halldór Einarsson.“ Þeir, sem þetta hréf fengu, hefðu ekki átt að vera í vafa um, að hér væri um mikilvæga framkvæmd að ræða. Það fer líka varla hjá því, að svo óvenjulegar aðgerðir hafi þótt miklum tíðindum sæta, enda bendir það ótvírætt til þess, að veturinn 1702—3, er manntalið var tekið, var kallaður manntalsvetur.1) Annars voru veturnir þá oftast kenndir við tíðarfarið, eink- um ef það var venju fremur hart (hestabani, mannskaðavetur eða þvíl.). Manntalsveturinn var harður og lagnaðarís svo mikill, að ríða mátti um páskana úr Helgafellssveit á Skarðs- strönd.2 3) Þó hefur manntalið þótt meiri tíðindum sæta, þar senr veturinn var kenndur við það, enda segir Páll Vidalín svo í annál sinum,8) að þegar nefndannenn gáfu orður til sýslumanna um fólksregistur og fjáruppskriftir, „varð við þetta mikið hljóðskraf um byggðir, og þóttust menn lítt vita, hvað gilda mundi“. Er þá ekki óliklegl, að sumum hafi dottið i hug manntal Davíðs konungs og hinar ægilegu afleiðingar þess, því að margir voru biblíufróðir í þá daga. Til þess hendir það, sem Jón Þorkelsson (Thorkillius) skólameistari segir í landlýsingu sinni, að alþýða manna á íslandi hafi haldið, að stóra bóla 1707 hafi verið syndastraff fyrir manntalið 1703.4) D Annálar II 553, III 522. 2) Saga íslendinga VI 270. 3) Annálar I G7G. 4) Uorv. Thoroddsen: Landfræðissaga íslands III 311. 3

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.