Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 41

Andvari - 01.01.1947, Page 41
ANDVARI Manntalið 1703 37 eftir 1820, að mannfjöldinn komst aftur upp úr 50 þúsundum. En á næstu 120 árum þar á eftir jókst mannfjöldinn á landinu aftur á móti um 75 þúsund, eða um 150%. Um aldur manna eru allnákvæmar upplýsingar í mann- talinu frá 1703. Eru það ekki nema 7 af þúsundi, sem aldur er ekki tilgreindur á. Að þeim undanskildum má skipta öllum mannfjöldanum á landinu eftir einstökum aldursárum, en svo nákvæm aldursskipting hefur fyrst verið tekin upp í mann- tölum okkar frá byrjun þessarar aldar. Búast má samt við, að nokkru geti skeikað um aldursárið vegna misminnis, því að jafnvel við síðustu manntöl hefur það komið í Ijós við rannsókn á aldri elzta fólksins, að því hættir við að halda hann hærri en kirkjubækur sýna. En auk þess hefur það komið í Ijós í manntalinu 1703, að áratugsárin (20, 30 o. s. frv. upp að 80) eru með miklu hærri tölu heldur en árin beggja megin við þau, og er auðsætt, að það mun að miklu ieyti stafa af því, að menn hafa þá oft látið sér nægja að tilgreina aldur- inn 40, 50 ár o. s. frv., ef maðurinn var um fertugt, fimmtugt o. s. frv. Annars veldur þetta aðeins fárra ára skekkju, sem hverfur, ef tekin eru 5 eða 10 ár saman í flokk. í stórum dráttum var aldursskiptingin þannig, samanborið við manntalið 1940: 1703 1940 0—.14 ára 26.7 % 29.8 % 15—59 — 65.2 — 59.2— 60 ára og þar yfir 7.4 — 11.0 — Ótilgreint 0.7 — 0.0 — Samtals 100.0 % 100.0 % SKtFT/NG ÞJÖÐAR/NNAR EFT/R ALDRt 0-/4 /3-59 60- //oj pmzy/mm 652 W-f/A 59.2 mím 1. mynd.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.