Andvari - 01.01.1947, Síða 44
40
Þorsteinn Þorsteinsson
ANDVARl
Þetta má líka sjá á 1. mynd (bls. 37). Á 2. og 3. mynd
sést aftur á móti aldursskiptingin eftir einstökum aldurs-
árum 1703 og 1940. Það má hugsa sér hina einstöku aldurs-
flokka eða árganga eins og töflur, sem hlaðið er hverri ofan á
aðra. Sést þá, hvernig þær styttast, eftir því sem ofar dregur,
vegna manndauðans.
Árið 1703 var tiltölulega fleira fólk heldur en nú á vinnandi
aldri, frá 15 ára til sextugs, en aftur á móti færra innan 15
ára og yfir sextugt. Þegar þess er gætt, hve manndauði hefur
minnkað mikið á síðari árum, þá er ekki að furða, þótt færra
sé um gamalt fólk 1703, enda er munurinn mikill. Það er
um 50% fleira fólk nú yfir sextugt heldur en það mundi
vera með aldurshlutföllunum frá 1703. Og þó er munurinn
enn meiri, ef borinn er saman aldurinn yfir sjötugt. Á þeim
aldri eru næstum 75% fleiri nú heldur en samkvæmt aldurs-
skiptingunni 1703. Hins vegar er það ekki eins augljóst mál,
að yngstu aldursflokkarnir skuli vera tiltölulega fámennari
1703 heldur en nú, þar sem fæðingahlutföllin hafa lækkað
mjög á síðari árum. En bæði er það, að við vitum eklci, hversu
hátt fæðingahlutfallið hefur verið þá, og eins getur mikill
barnadauði skert svo stóran stofn, að hann fái brátt ekki
jafnazt við miklu minni stofn, sem lielzt lítið skertur. Og
það er einmitt þetta, sem búast má við, að hér komi einkum
til greina. Munurinn á aldursflokkunum 10—14 ára þá og nú
er ekki mikill, en meiri á 5—9 ára og langmestur á hinum
yngstu (innan 5 ára), sem ekki er nema rúml. % af því, sem
hann ætti að vera eftir okkar hlutföllum nú. Þegar nánar er
gætt að, sést, að það eru fyrst og fremst börn á 1. ári, sem
eru tiltakanlega fá, svo fá, að þau eru ekki nærri helmingur
af því, sem vera ætti eftir núverandi hlutföllum, en ann-
ars eru allir árgangar upp að 7 ára aldri tiltölulega fá-
mennari en nú og sumir miklu fámennari. Eftir þeim lýs-
ingum, sem menn hafa af árferðinu í kringum aldamótin
1700, er engin furða, þótt þau bágindi, sem af því stöfuðu,
hafi dregið úr fjölda fæðinganna, en einkum má þó búast
við, að þau hafi aukið á barnadauðann, svo að árgangarnir