Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 48

Andvari - 01.01.1947, Page 48
44 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARI þar sem allir bjuggu þá í sveitum, en meiri hluti fólks nú í kaupstöðum og kauptúnum. En í sveitum eru heimilin að jafnaði stærri en í bæjunum. Að því er til heimilanna kemur, virðist því nær að bera allt landið 1703 saman við sveitirnar nú heldur en við allt landið, enda var mannfjöldinn i sveit- unum 1940 svipaður eins og mannfjöldinn 1703, aðeins rúml. 3 þúsundum lægri. Það telst svo til, að 1703 hafi verið alls á landinu 8191 heim- ili, og koma þá 6.1 manns á hvert þeirra að meðaltali, en af þessum heimilum voru 567 eins manns heimili, og 2 (í Slcál- holti og á Hólum) voru miklu stærri en öll önnur, milli 70 og 80 manns í hvoru. Þau svara því miklu fremur til þess, sem nú er kallað félagsheimili (í heimavistarskólum, sjúkra- húsum o. f 1.), heldur en venjulegra heimila, enda er vafasamt, hvort þar hefur ekki verið um fleiri heimili að ræða, enda þótt allt fólk sé talið þar í einu lagi. Ef eins manns heimilin og þessi tvö stóru heimili eru dregin frá heimilatölunni, verða eftir 7622 fjölskylduheimili, og eru þá að meðaltali 6.5 manns í hverju þeirra. Til samanburðar má geta þess, að við mann- talið 1940 voru að meðaltali 5.5 manns í hverju fjölskyldu- heimili í sveitunum og aðeins 4.7 á öllu landinu. Ef tekin eru hins vegar öll heimili, bæði eins manns heimili og félagsheim- ili, verður meðalstærðin 1940 5.4 manns í sveitunum, en 4.2 á öllu landinu. Ljósa mynd af byggingu heimilanna 1703 og samanburð við nútíðina (sveitirnar 1940) má fá með því að deila heim- ilafjöldanum í hverja tegund heimilismanna og sjá þannig, hve mikið kemur af hverri í meðalheimili. Er hér átt við fjöl- skylduheimili, en eins manns og félagsheimilum sleppt. Á hvert fjölskylduheimili kemur þá að meðaltali: 1703 1940 Sveitir Húsráðendur .............................. 1.00 1.00 Giftar konar (húsfreyjur) ................ 0.74 0.74 Ógiftar húsfreyjur .......................... — 0.08 Börn innan 15 ára ........................ 1.40 1.74 Börn 15 ára og eldri ..................... 0.77 0.88

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.