Andvari - 01.01.1947, Síða 58
54
Barði Guðmundsson
ANDVARI
er Þorgils skarði var veginn uin veturinn, var drepinn Teitur
Einarsson lögsögumaður austur í fjörðum. Þá stóðu uppi II
skip að Gásum í Eyjafirði, Hólmdælan, er Sindri stýrði, og
Gróbússan, er Eyjólfur auðgi stýrði. Þá var og skip í Skaga-
firði í Kolbeinsárósi, er Bárður réð fyrir Hallröðarson.“ —
„Þá um sumarið réðust til skips með Sindra margir islenzkir
menn, bæði brennumenn og Fagranesmenn.“ — „Þau skip
létu út bæði senn frá Gásum. Týndist Hólmdælan suður fyrir
Mýrum. Komust af L manna, en aðrir L manna týndust.
Gróbússan týndist og hvert mannsbarn, er á var. Segja flestir,
að þeir liafi komið við Skotland og þar verið leiddir upp allir
og drepnir, hver á fætur öðrum.“
Gróbússan, skip Eyjólfs auðga, stóð uppi að Gásum vet-
urinn áður en feigðarförin var farin, sem endaði við Skot-
landsströnd, að því er flestir sögðu. Skip Eyjólfs nefs, sem
frá er greint í Njálu, stóð uppi í Hornafirði veturinn áður
en brennumenn tóku sér far með því. Það týndist við Orkn-
eyjar. Skipverjar náðu landi nauðulega, leituðu sér fylgsnis
og reyttu á sig mosa, því þeir bjuggust þar við afarkostum.
þótt úr rættist. Athyglisverðasla atriðið í jæssu sambandi er
það, að brennumenn koma við sögu í báðuin tilfellum. Brennu-
menn úr Flugumýrarbrennu leita sér skipsrúms að Gásum,
þar sem skip Eyjólfs auðga stendur uppi, og leggja af stað
samdægurs honuin. Brennumenn úr Njálsbrennu fara utan á
skipi því, er Brennu-Flosi keypti af Eyjólfi nefi. Engum blöð-
um er um það að fletta, að Njáluhöfundur hefur haft brennu-
menn frá Flugumýri í huga, þá er hann greindi frá afdrifum
brennumanna frá Bergþórsbvoli. Veturinn eftir Flugumýrar-
brennu heppnaðist Gissuri Þorvaldssyni að fella átta af brennu-
mönnum, og á næsta sumri, er Oddur Þórarinsson hafði lekið
við forustunni af Gissuri í baráttunni gegn þeim, felldi hann
fimm i Grímsey. Rétt áður en greint er í Njálu frá utanför
Flosa og manna hans á skipi Eyjólfs nefs, er Kári látinn segja
við Þorgeir skorargeir: „Drepa ætla ég Gunnar Lambason og
Kol Þorsteinsson, ef færi gefur á. Höfum við þá drepið fimm-
tán menn með þeim fimm, er við drápuin báðir saman.“ Hina