Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 59

Andvari - 01.01.1947, Side 59
ANDVARI Stýrimannanöfn i Njálu 55 átta hafði Kári drepið í hefndaraðförinni með Birni í Mörk. Tvískiptingin á tölu hinna felldu brennumanna í Sturlungu og Njálu er nákvæmlega eins: 8-J-5. Gegnir hér sama máli eins og um dráp Gissurarsona í Flugumýrarbrennu og Njáls- sona i Njálsbrennu. Tveir bræðurnir farast í sjálfri brennunni. Sá þriðji er höggvinn niður fyrir dyrum úti, er hann freistar undankomu með sverð í hendi. Verður nú næsta ljóst, hvernig því víkur við, að Eyjólfur nef og Bárður svarti, sem flutti utan Njálssonu, eru heitnir eftir Eyjólfi auðga og Bárði Hall- röðarsyni. Hér hafa ráðið nafngiftum Njáluhöfundar hug- renningatengsl hans varðandi brennumenn og þá, sem brenndir voru inni. Skip þeirra Bárðar og Eyjólfs liggja bæði ferðbúin í norðlenzkum höfnum sumarið 1258, er brennumenn leituðu lil utanfarar. Þá er komið að Hallvarði gullskó. Hann kom til íslands sum- arið 1261 og dvaldi liinn næsta vetur í Reykholti hjá Agli Söl- mundarsyni. Svo sem alkunnugt er, var Hallvarður sendimað- ur og erindreki Hákonar konungs gamla og réri að þvi öllum árum að koma landinu undir konungsvald. Er óþarft að rekja þá sögu hér, nema að litlu leyti. Við lok lönguföstu 1262 var Hall- varður staddur að Laugarási á sáttafundi þeirra Þorvarðs Þór- arinssonar og Sighvats Böðvarssonar út af vígi Þorgils skarða, bróður Sighvats. Hefur Hallvarði verið það mjög í mun að koma á sættuin milli hins volduga höfðingja, Þorvarðs Þór- nrinssonar, og Sturlunga, því enn var allt á huldu um hollustu Gissurar jarls við Hákon konung. Þess er beinlínis getið, að á Laugarásfundinum hafi margt verið talað í hljóði, og er ekki að efa, að við þau launniál hafi Hallvarður verið riðinn. Verð- ur ekki betur séð en Þorvarður hafi þar gefið heit sitt. um að >,koma með Austfirðinga" til næsta Alþingis og styðja mál- efni Hallvarðs og Vestfirðinga, ef Gissur jarl brygðist. Hall- varður átli sæti í gerðardóminum i vígsmáli Þorgils fyrir hönd bræðra hans, Sighvals og Guðmundar, ásamt Sturlu Þórðarsyni og Agli Sölmundarsyni. Má segja, að gagnvart Þor- varði væri mildilega á máli tekið: „Þorvarður var eigi úr hindi gerr, en hann lýsti því, að hann ætlaði utan áður þrír

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.