Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 60

Andvari - 01.01.1947, Page 60
56 Barði Guðmundsson ANDVARI vetur væru liðnir.“ Minnir sumt í sættargerðinni mjög á dóm- inn í Njálsbrennumálinu. Hæstu manngjöld voru metin þre- falt hærri en þau lægstu, og þyngsta refsingin var sú að fara utan og eiga aldrei afturkvæmt. Hér bregður þó kynlegast við um gjafir Þorvarðs á sáttafundinum: „Hann gaf Sig- hvati silfurker gott, skarlatskyrtil og fingurgull, Guðmundi silfurbelti.“ Á sáttafundunum eftir Njálsbrennu gaf Þorgeir skorargeir Guðmundi ríka silfurbeíti, en Síðu-Halli „gullhring og skarlatsskikkju". Er svo að sjá sem Njáluhöfundi hafi verið fundurinn í Laugarási harla minnisstæður. Hallvarður gullskór fór utan eftir Alþing sumarið 1262. Höfðu þá Norðlendingar, Vestfirðingar og Sunnlendingar vestan Þjórsár gengið Noregskonungi á hönd. Þorvarður Þór- arinsson kom ekki til Alþingis og engir höfðingjar frá svæð- inu rnilli Helkundubeiðar og Þjórsár, en þeir voru ýmist frændur eða nánir venzlamenn Þorvarðs. Hallvarði liafði því ekki tekizt að ljúka hlutverki sínu lil fulls, enda leið ekki á löngu áður en hann kæmi aftur til íslands. Mun Hákon kon- ungur hafa sent hann snemma sumars 1263, því þrem nótt- um eftir Seljumannavöltu hélt konungur úr landi í hina miklu Skotlandsherferð og hafði nú í öðru að snúast en íslands- málum, þar til lífi lians lauk, 15. desember þetta ár. Á Al- þingi um sumarið gáfust Oddaverjarnir upp. Var þá svo kornið, að Hallvarður átti aðeins eftir að yfirbuga Svínfellingana, Þor- varð Þórarinsson og hinn unga bræðrung hans, Orm Orms- son að Svínafelli. Er frá lokaþætti þessa ömurlega máls greint í sögu Magnúsar konungs lagabætis með svofelldum orðum: „Þetta sumar (1264) kom af íslandi Hallvarður gullskór. Hann sagði þau tiðindi, að allir *íslendingar höfðu þá vikizt undir hlýðni við Magnús konung, og þá var spurt andlát Há- konar konungs á íslandi, er hann fór utan. Þar var þá með honum Þorvarður Þórarinsson, og gekk hann á vald Magnúss konungs og gaf allt sitt ríki á hans vald fyrir þá hluti, er hann hafði brotið við konungdóminn í aftöku Þorgils skarða og Bergs, hirðmanna Hákonar konungs. Hafa síðan íslending- ar aldrei í móti mælt að hlýða boði og banni Magnúss kon-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.