Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 74

Andvari - 01.01.1947, Page 74
70 Jónas Jónsson ANDVARI dafnað við gerólík skilyrði. Hættan, sem nú vofir yfir þjóð- inni, er sú, að þekkingarþorstinn dofni í ófullkonmum skól- um, þar sem lítið frelsi er til heimalesturs og sjálfsþroskunai. Að lokum bætast við hin sálardeyfandi kynni við stjörnur kvikmyndahúsanna og fótboltaspark á íþróttavellinum. Þessi áhrif gerbreyta þroskaskilyrðum íslenzkra ungmenna, breyta því umhverfi, sem gerði Snorra Sturluson, Matthías, Einar Jónsson, Kjarval, Guðjón Samúelsson og Ásgrím Jónsson að skapandi snillingum í mismunandi listgreinum. Dr. Helgi Péturss er eitt hið gleggsta dæmi um þá erfið- leika, sem nú eru á vegi íslenzkra ungmenna í þéttbýlinu til að ná verulegum yfirburðum í orðsins list. Dr. Helgi ólst upp í Reykjavík, gekk hina venjulegu Ieið gegnum barnaskóla, menntaskóla og háskóla. Hann var gæddur fjölbreyttum gáf- um og miklum skarpleik. Hann vann frá bernskudögum milda sigra í öllum prófraunum. En þegar hann hafði lokið sérnámi við háskólann í Kaupmannahöfn með ágætum vitnisburði, fann hann sér til mikillar undrunar, að hann kunni eklci móð- urmál sitt á þann veg, að það hæfði mildum rithöfundi. Dr. Helgi vildi ekki sætta sig við þessa vöntun. Hann vantaði í málþekkingu sína þann litblæ, sem Jóhann Sigurjónsson fann á Laxamýri, Þorsteinn Erlingsson í Fljótshlíð og Sigurður Nordal í Vatnsdal. Þessir menn og öll börn dreifbýlisins höfðu fengið að vera á grænu grasi, sjá ár og fossa, horfa á bú- smalann í haganum og hlusta á sögur og kvæði lesin í bað- stofu án þvingandi aðhalds frá nokkrum lexíustjóra. Á þenn- an hátt hafa íslendingar menntað og göfgað börn sín í þús- und ár. Á þennan hátt hefur andblær bókmennta og lista lifað í íslenzkum baðstofum milli elds og isa, drepsótta og danskrar kúgunar. Á þennan hátt hefur sál þjóðarinnar varð- veitt yl og orku tungunnar við miklar raunir og erfiðleika. Dr. Helgi Péturss var orðinn álitlegur og nafnkenndur vís- indamaður, þegar hann hvarf langa leið til baka til að endur- heimta hinn glataða sjóð æskunnar. Hann lagði um skeið frá sér lærdómsbækur á frainandi tungum og tók Ijóð og ævin- týri listaskáldsins góða, Jónasar Hallgríinssonar, og Heims-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.