Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 75

Andvari - 01.01.1947, Side 75
ANDVABl Við OddastaS 71 kringlu og Gylfaginningu Snorra Sturlusonar, las þessi yfir- burðalistaverk mörgum sinnum með mikilli eftirtekt og at- hygli, auk annarra úrvalsrita. Með þessum hætti fluttist andi tnóðurmálsins inn í sál hins gáfaða náttúrufræðings og tók sér þar bólfestu. Áður en langt leið breyttist ritháttur dr. Helga. Hann ritaði nú með nýjum hætti. Þar var ekki um að ræða stælingu af Snorra Sturlusyni, Jónasi Hallgrímssyni eða nokkr- um öðrum rithöfundi, heldur var dr. Helgi Péturss orðinn einn af snillingum og velgerðarmönnum íslenzkrar tungu. Nú leitar æska landsins til dr. Helga Péturss og rita hans, eins og hann hafði áður leitað til sinna snjöllu fyrirrennara. Sagan um dr. Helga Péturss er viðburður í íslenzkri þróun. Hún sýnir erfiðleika þéttbýlisæskunnar, eins og að henni er búið, að komast til fulls inn í leyndardóma máls og sögu. Ó- venjulega gáfaður maður, með þeim lærdómi, sem mátti fá með langri skólagöngu, gat ekki öðlazt þetta hnoss nema með sérstöku átaki, sem fáir leika eftir. Saga dr. Helga bregð- ur skörpu ljósi yfir misfellurnar í starfi skólanna, þegar því er svo háttað, að börn og unglingar fá ekki að þroskast í faðmi íslenzkrar náttúru og geta ekki á réttum tíma lesið gullaldar- rit íslenzkrar tungu. Eftir að þjóðin fékk nolckra heimastjórn 1874, byrjuðu forráðamenn landsins að efna til aukinnar skólafræðslu, eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Þórarinn Böðvarsson í Görð- um stofnaði gagnfræðaskólann Flensborg í Hafnarfirði. Ann- ar þingskörungur, Arnljótur Ólafsson, stofnaði gagnfræða- skólann á Möðruvöllum. Alþingi, ömt og sýslur komu á fót fjórum bændaskólum og tveimur kvennaskólum. Þegar þétt- býli óx við sjávarsíðuna, fjölgaði barnaskólunum. Eftir alda- mótin 1900 var lögleidd skólaskylda fyrir börn innan ferm- ingaraldurs með mörgum undanþágum. Nokkru áður hafði verið hafizt handa með sjómannafræðslu og síðar iðnfræðslu. Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar voru þrír embættisskólar sameinaðir í eina stofnun og bætt við kennslu i þjóðlegum fræðum. Þetta var upphaf að Háskóla íslands. Hann var hús- laus og fékk fyrst um sinn gistingu i þinghúsinu, eins og Al-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.