Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1947, Side 76

Andvari - 01.01.1947, Side 76
72 Jónas Jónsson ANDVARI þingi haf'ði áður í fátækt sinni gist í latínuskólanum. Á ár- unum 1924—1932 voru héraðsskólar stofnsettir viða á jarð- hitastöðum og efnt til gagnfræðaskóla í kaupstöðum Iands- ins. Á sama tíma var hinn gamli Möðruvallaskóli gerður að sjálfstæðum menntaskóla og hafizt handa um háskólabygg- ingu, þar sem unnt var að mynda sjálfstætt hverfi í bænum, þar sem stúdentar og háskólakennarar hafa sina byggð. Árið 1939 breytti Alþingi löggjöfinni um héraðsskólana, tók á ríkið 75 af hundraði stofnkoslnaðar, en skipulagði starf þeirra á þann hátt, að timi nemenda skyldi skiptast jöfnum hönduni milli bóknáms, verknáms og íþrótta. Skömmu síðar hófst heimsstyrjöldin, og tókst þá ekki að reisa við héraðsskólana hin stóru verkstæði, sem ákjósanlegt var að fá fyrir verklegu kennsluna. Áður en striðinu lauk, hafði þáverandi mennta- málaráðherra, Einar Arnórsson, skipað fjölmenna nefnd til að gera tillögur um gagngerðar breytingar á skólalöggjöf lands- ins. Nefndin bjó til frumvarp um flesta þætti uppeldismála í skólakerfi því, sem Alþingi samþykkti árið 1946. Tillögur milliþinganefndarinnar voru í því fólgnar að taka uppeldis- málin algerlega út höndum foreldra og fela þau ríkislaunaðri kennarastétt, tengja alla skóla, frá stöfunarskóla smábarna að lokaprófi háskólans, í eitt samfellt kerfi og láta alla unglinga undir nokkur bókleg próf til að skera úr því, hvort börn og unglingar séu sérstaklega hæf til fræðilegs náms. Er þá svo ráð fyrir gert, að bókhneigðustu ungmenni og þeir, sem hægt er með elju að gera hæfa til að standast prófin, fái aðstöðu til margs konar háskólanáms, ef þeir óska þess. Hinir, sem ekki standast prófraunina, eiga að snúa sér að búnaði, sjó- mennsku, smíðum og eyrarvinnu. Héraðsskólunum var ger- breytt með lögum þessum og nafni þeirra breytt að nokkru. Þeir glötuðu sjálfstæði sínu. Áður hafði skólanefnd, valin i héraði, ráðið kennara og gat sagt þeim upp, ef þeir stóðu ekki vel í stöðu sinni. Skólanefndin bar ábyrgð á fjárreiðum skól- ans, en fékk nokkurn styrk á hvern nemanda úr ríkissjóði. Héraðsskólarnir voru sjálfstæðar menntastofnanir í svei.tum undir stjórn valinna manna innan héraðs. Þeir gátu stöðugt

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.