Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 80

Andvari - 01.01.1947, Page 80
76 Jónas Jónsson ANDVARI bóknámið var þá eí'tirsótt hnoss, en ekki þreytandi lærdómur. Námsþreytan varð til hér á landi, þegar lélegir kennarar í lé- legum skólum fengu tækifæri til að hrjá og hrekja með endur- sögnum og yfirheyrslum börn og unglinga, sem vildu ganga lit á hinn græna akur, en elcki sitja bogin og beygð yfir leið- inleguin skólabókum. Oddastaður er enn táknrænn fyrir uppeldismál Islendinga. Þar hafa þroskazt og dvalizt nokkrir af frægustu andans mönn- urn Islendinga. Þar var í öndverðu eitt af hinum voldugu heim- ilum þjóðveldistímans. Þar var fögur jörð og frjó, mikil fram- Jeiðsla og margt fólk að starfi. Á þennan stað komu nýir straumar sunnan úr löndum með kristindómi og kirkju. Hin forna og sterka menning Ásatrúarinnar verður fyrir örvandi kynnum við Suðurlönd. Bækur og bóklegur lærdómur dafnar við hlið framleiðslustarfanna. Sæmundur fróði, Jón Loftsson og Snorri Sturluson hlutu hámenntun sinnar aldar. En þeir voru ekki þreyttir af námi, heldur var þroski þeirra alhliða og öll menning samræmd. Þess vegna varð Oddi hið sögufræga höfuðból, þar sem barátta fyrir jarðneskum og andlegum gæð- um var alhliða, fjölþætt og þroskandi. Nú eru tímar breyttir, þannig að andlegt lif íslendinga er í hættu. Valda þar mestu um mjög snögg og lítt undirbúin breyting á lífskjörum og atvinnuháttum þjóðarinnar. Hin breytta aðstaða gerði aukið skólastarf óhjákvæmilegt, ekki sízt vegna nýrrar tækni. En mjög rnikið af þessari nýju upp- eldisstarfsemi hefur misheppnazt. Afleiðingin er sú, að allveru- legur hluti þjóðarinnar liefur glatað löngun fyrri kynslóða til að kynnast sígildum bókmenntum og fögru máli og um leið listhneigð og samúð með þjóðlegri menningu. En þessi hnignun 1 andlegri starfsemi stafar ekki af varanlegri úrkynjun í mannfólkinu. Bættur efnahagur og bætt lífskjör almennings hafa eflt líkamsþroska hinna yngri kynslóða. En við skipulagningu skólanna hefur að mestu leyti verið stuðzt við erlendar fyrirmyndir, oft byggt á reynslu úr fjölmennum iðnaðai-borgum, þar sem lífsskilyrði eru gersamlega ólík og á íslandi. Árangurinn er sá, að hið islenzka skólakerfi hefur

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.