Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 88

Andvari - 01.01.1947, Page 88
84 Sigurjón Jóiibson ANDVARI En smitsjúkdóniar eru reyndar ákaflega flókin fyrirbrigði. Gagnkvæm áhrif sýkils og sjúklings eru ekki í líkingu við gagnkvæm áhrif tveggja frumefna, sem eru ávallt eins og auðvelt að lýsa. Hér er um að ræða gagnkvæm áhrif tveggja lifvera, sem báðar geta lagað sig eftir breyttum ástæðum. Sér- hver breyting eða aðlögun annarrar hefur í för með sér breyt- ingu eða aðlögun hinnar. Sjúkdómi má líkja við lifandi veru: hann fæðist, vex, samhæfir sig umhverfinu og deyr. Meðan hon- um endist aldur, verður hann fyrir sæg áhrifa frá umhverfinu, er geta valdið róttækum breytingum á rás hans og háttalag. Skilyrði smitsjúkdóms er, að sýldar af þeirri tegund, er honum veldur, hafi ráðizt á líkamann, en það er aðeins eitt af fleirum, sem til þarf. í mörgum farsóttum eru heilbrigðir sýkilberar — þ. e. menn, sem hafa sýklastöðvar í líkamanum, án þess að sýkjast — langtum fleiri en sjúklingarnir. í heila- sóttarfaröldrum eru heilbrigðir menn, sem hafa í sér sýkil þann, sem vér teljum, að valdi heilasótt, stundum 20 sinnum fleiri en þeir, sem sýkjast. í mörgum barnaveiki-, kíghósta-, blóðsóttar- og jafnvel kólerufaröldrum er hlutfallið milli sýkil- bera og sjúklinga 5—10:1. Þegar aðeins fimmti hver til tuttugasti hver maður sýkist af þeim, sem tiltekinn sýkill nær bólfestu i, þá er augljóst, að önnur atriði varða mjög miklu um það, hvort sjúkdómurinn nær sér niðri eða ekki. Þar á meðal er hæfilega samræmd starf- semi vakakirtlanna, góð fæða. einkanlega fjörefnarik, og til- vera eða myndun og þróun ónæmis gegn sýkli þeim, er í hlut á. Þessi söniu atriði ráða og miklu um háttalag sjúkdóms og endalok, eftir að hann hefur náð sér niðri. Læknirinn þarf því að vera kunnugur fleiri greinum liffræðinnar en flestir líffræð- ingar eru. Hann verður að kunna líffæraíræði, vefjafræði, al- menna lífeðlisfræði, vakafræði, næringarfræði, sálarfræði, ó- næmisfræði, fósturfræði og jafnvel erfðafræði til þess að ná réttum skilningi á sjúklingi sínum, og bakteríufræði og sníkju- dýrafræði til þess að kunna skil á eiginleikum árásarliðsins og finna höggstaði á því. Menn hafa lengi vitað um sumt, er varðar afstöðu erfða

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.