Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1947, Page 89

Andvari - 01.01.1947, Page 89
ANDVARI Líffræði og læknisfræði 8& og erföciþróunar til sjúkdóma, en meiri framfarir hafa þó orðið í því að hafa hemil á erfðasjúkdómum plantna og ali- dýra en manna. Enn vita menn mjög lítið um áhrif þess lík- amsástands, sem menn taka að erfðum, á háttalag sjúkdóma, og enn minna er mönnum kunnugt um áhrif erfðaástands sýkl- anna og leiðir til að breyta því. Þar má kalla, að sé óplægður ak- ur, er vænta má mikils árangurs af að erja á ókomnum tímuin, Nýjar rannsóknir benda til þess, að erfðabreytingar á borð við stökkbreytingar jurta og skordýra eigi sér stað meðal baktería og jafnvel huldusýkla. Margar tegundir þeirra tímgast svo ört, að ætla má, að á fáeinum klukku- stundum eigi stökkbreyting sér stað á hverri einustu erfða- eind (gene) þeirra, ef tíðni stökkbreytinga þeirra er nokk- urn veginn sambærileg við stökkbreytingar ávaxtaflugunn- ar. Þótt ekki væri nema örlítill bagur að hverri, má gera ráð fyrir, að hinir breyttu sýklar kunni að útrýma upphaf- iegu kynslóðinni og koma í hennar stað á skömmum tíma. Huldusýklar hafa mörg einkenni erfðaeinda, og er aðal- munurinn sá, að þeir geta flutzt frá einni frumu til annarrar. Víst er, að stökkbreytingar huldusýkla eru sambærilegar við stökkbreytingar erfðaeinda. Myndun og þróun tiltölulega mein- lítilla sýkla eða huldusýkla er hinn sameiginlegi grundvöllur undir framleiðslu virkra mótefna gegn sóttum, svo sem bólu- sótt og gulri hitasótt. Nýlega hefur verið uppgötvað, að með þvi að smita mýs með huldusýklum þeiin, sem eru valdir að mænusótt, má koma til leiðar erfðabreytingum í þeim, er valda því, að ef apar eru smitaðir með blöndu af þeim og virkum mænusóttarhuldusýklum, er það mjög sterk vörn gegn því, að aparnir sýlcist af mænusótt. Má vel fara svo, að árangur þessarar uppgötvunar verði mjög mikill. Snemma á þróunarferli þekkingarinnar á orsökum smit- sjúkdóma tók ónæmisfræðin að leggja sinn skerf til að koma í veg fyrir þá og lækna þá. Allir kannast við uppgötvun þá, er Jenner gerði í lok 18. aldar um varnargildi kúabólusetn- ingar gegn bólusótt. En hann hafði samt enga hugmynd um, hvernig aðferð hans kom bólusóttarvörninni til leiðar.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.