Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 92

Andvari - 01.01.1947, Blaðsíða 92
88 Sigurjón Jónsson ANDVAm um og stillir þeim í hóf. Fyrstu tæki, sem náttúran notar til að stjórna lífsstörfum lifandi líkama, eru efni, sem vefir hans búa til. Seinna á þróunarferlinum bættist sjálfstæða tauga- kerfið við; var það nytsamlegt til skjótrar bráðabirgða-að- lögunar líkama, sem var sí og æ að færa út starfsvið sitt og komast í meiri og flóknari viðskipti við umhverfi sitt. Enn þá seinna bætti náttúran við sjálfráðu taugakerfi, en svo vit- urlega fór lienni, að hún fékk því ekki yfirstjórn á innri lífs- störfum líkamans. Þau eru mikilvægari en svo, að það tjói að leggja þau undir stjórn lítt til þess hæfra og kærulítilla vits- muna, er væru ef til vill önnum kafnir við knattleik, þegar þeir ættu að vera að stjórna hjartslættinum. Efnabruggsaðferðin er enn þá mestu varðandi um stjórnina á lífsstörfum líkamans. Efni, sem líffæravefir brugga og vér köllum vaka (hormón), ráða fyrir vexti, þroskun, efnaskipt- um og æxlun og samhæfa likamann smátt og smátt veðrabreyt- ingum, starfsbreytingum, næringarbreytingum, meðgöngu fóst- urs o. s. frv. Skipulag mannslíkamans er eitt hið fullkomnasta lieildar- og hagsmunaskipulag, sem hugsazt getur. Sérhver hluti hans nýtur alls, sem fyrir hendi er, með öðrum hlutum hans, eftir því sem þörf hans krefur, og sérhver hluti hans hefur áhrif á alla aðra. Flestir ætla nú á dögum, að sérhver vefur og líffæri líkam- ans búi til vaka eða efni, sem líkjast vökuin og stuðla að þrif- um alls líkamans. En þegar lengra kom á þróunarbrautinni og gerð líkamans varð flóknari og stjórn lífsstarfanna erfið- ari, þá fóru að myndast sérstakir kirtlar til að brugga sér- staklega sterka vaka. Þá varð vakakirtlakerfið til. Sumir þessara kirtla eru alveg sérstakir og hafa ekkert annað hlut- verk en þetta. Aðrir hafa tekið sér ból i líffærum, sem fyrir voru, svo sem í brisi, lifur og kynkirtlum og myndað þar og þroskað sína sérstöku vefi. Máttur þessara kirtla er nærri því ótrúlegur. Þeir ráða því að miklu leyti, hvernig vér erum og hvernig vér högum oss. Þeir ráða líkamsskapnaði vorum og gáfnafari, kynferðislífi voru og tilfinningalífi, hvort vér erum ákaflyndir eða rólyndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.