Andvari - 01.01.1948, Síða 10
6
Þorkell Jóhannesson
ANDVARl
fjarstætt að níða landið, sem alið hefur þennan kvnstofn og
fóstrað. Það er auðvelt að romsa upp langa runu af eldgos-
um, hafísárum, mannfelli o. s. frv. En við skulum hafa það
hugfast, að um aldaraðir megnaði allt þetta hvergi nærri að
koma þjóðinni á kné. Og það voru ekki harðindin eða óbliða
landsins, er léku hana harðast, heldur erlend yfirdrottnun og
fjárhagsleg áþján, er henni fylgdi. Þetta er óyggjandi stað-
reynd. Og það er ekki aðeins óþarft og broslegt, heldur bein-
línis rangt, að mikla fyrir sér eymdarhagi forfeðranna, til
þess að geta því fremur dáðst að sjálfum sér fyrir að hafa
komizt þó þetta áfram. Þetta minnir á manninn, sem brotizt
hafði til góðra efna úr fátækt. Hann liafði óþrotlega ánægju
af því að minnast þess, að hann átti ekki skyrtu til skiptanna,
þegar hann byrjaði húskapinn. Eins og slíkt kæmi málinu
við. Slikir menn komast alltaf úr kútnum, hvort sem þeir
byrja með talsvert, lítið eða hreint ekki neitt. Þátt þvilikra
manna í smiði sinnar eigin gæfu er ekki unnt að gera stærri
en hann er. En það er hægt að gera liann dálítið broslegan.
Víkjum nánara að Vesturheimsferðum og orsökum til þeirra.
.Tafnan er örðugt að segja, hvað telja beri fyrst og fremst til
orsaka að viðskotum jafnhviklátrar skepnu og maðurinn er
og sundurgerðrar i hugsun og breytni. Efalaust studdi hér
margt að einu. Og úr því er straumurinn var hafinn, dró hann
með sér æ fleiri. Útflutningarnir frá norðvestur Evrópu og
Norðurlöndum höfðu lengi staðið, áður en íslendingar slæddust
með í förina. Enginn „skurðarvetur“ eða „frostaveturinn mikli“,
ekkert eldgos eða hafísar knúðu þó frændþjóðir okkar til
vesturfarar. Hitt er ekkert leyndarmál, að þrálátur áróður og
gagngerðar mannaveiðar voru á þessum árum reknar i ýms-
um löndum Norðurálfu að undirlagi vestrænna stjórnarvalda.
Fögru var heitið. Og heima fyrir var víða þröngt fyrir dyrum
og frá litlu veraldargengi að hverfa. Hér á landi var þá liáð
langvinn og í meira lagi tvísýn og þreytandi barátta fyrir
sjálfstjórn í innanlandsinálum fyrst og fremst. Sú barátta
náði hámarki um 1870, og var þá i bráð rembihnútur á riðinn
með stöðulögunum 1871, er allflestir landsmanna töldu beint