Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 12

Andvari - 01.01.1948, Side 12
Þorkell Jólianncsson ANDVAOI 8 Þessi saga nær nú brátt yfir þrjá mannsaldra. Hún segir í'rá margs konar félagsstari'i meðal landa vestra, afrekum í fræði- mennsku, skáldskap og vísindum, eigi siður en verklegum framkvæmdum og glæsilegum afrekum í verzlun og iðnaði. Saga íslendinga og íslenzkrar menningar á síðustu tugum 19. aldar og fram á vora daga gerist ekki öll á íslandi. Mörg hin glæsilegustu nöfn þessarar sögu eru tengd Vesturheimi. Engum manni getur blandazt hugur um það, að telja beri menn eins og Stephan G. Stephansson, J. Magnús Bjarnason, Kristján N. Júlíus, Kristin Stefánsson, Jakobínu Johnson og Guttorm J. Guttormsson með íslenzkum skáldum, svo fáein nöfn sé nefnd úr mjög íjölmennum hópi skálda og rithöf- unda vestan hafs. Með sama hætti mun sagan geta um þá menn, er mestan þátt hafa átt í félagsstaríi og samtökum landa vestra og stutt þá fastast til þess að halda í heiðri íslenzku þjóðerni, þjóðmetnaði og þjóðmenningu, alit frá því er hinir fyrstu dreifðu landnemahópar fluttust vestur um hafið. Sigtryggur Jónasson, Ólafur Ólafsson frá Espihóli, sira Jón Bjarnason, síra Hans B. Thorgrímssen, sira Páil Þorláksson, síra Friðrik Bergmann, Frímann B. Arngrímsson, Eggert Jóhannsson, Baldvin L. Baldvinsson, Björn Pétursson frá Hallfreðarstöð- um, Brynjólfur Brynjólfsson frá Skeggstöðum og synir hans, Magnús lögmaður og Skafti, síra Magnús J. Skaftason og síra Rögnvaldur Pétursson uiunu elcki gleymast þeirri sögu, og hún mun telja marga fleiri brautryðjendur og áhrifa- menn, leiðtoga íslenzka kynþáttarins vestan hafs á vmsum sviðum þjóðlífsins, þótt hér verði ekki nefndir. Þegar þessi þáttur íslendingasögu er í letur færður, mun öllum ljóst verða, að Vesturheimsferðirnar héðan af landi voru eigi erindisleysa og að þjóðin missti hvergi nærri alls kostar af því fólki, er þangað réðst, þótt sú væri um hríð ætlun margra. Síður en svo. Þáttur íslendinga í Vesturheimi hefur í mörgum greinum orðið óvefengjanlegt, glæsilegt próf á hinum beztu eðliskostum is- lenzka kynstofnsins. Þakkarskuld allra íslendinga við þá menn, sem að því hafa stutt frá öndverðu að treysta sem bezt sam- heldni manna í hinum dreifðu byggðum íslendinga vestan

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.