Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 15

Andvari - 01.01.1948, Page 15
ANDVAnl Rögnvaldur Pétursson 11 þess að skynja og muna örðugleika landnemanna, sem urðu fyrstu árin að hafast við í lélegum hreysum við þröngan kost, áður þeim tækist að gera sér hina nýju jörð undirgefna, koma sér upp bústofni nokkrum af lifandi peningi og brjóta landið til akra. Þessi ár, fram um 1890, kalla bændurnir þar vestra öreigatímabilið í búnaðarsögu íslendinga i Norður-Dakota. Síra Friðrik Bergmann hefur brugðið upp snilldarlegri lýsingu úr lífi landnemanna á fyrstu árunum í þætti sínum um jólin í bjálkakofanum. Þarna skorti allt það, sem til þæginda er talið eða skrauts, flesta farsællega hluti, og þó var fólkið i bjálkakofanum ánægt með hlutskipti sitt. „Ég kem aldrei svo inn í bjálkakofann með borði undir glugganum, hjónarúmið í horninu, eldavél fyrir stafninum og íslenzkum koffortum út við veggina, að mér verði ekki heitt um hjartað. Aldrei sé ég ánægðara fólk né sælla. Aldrei verð ég var við meiri birtu í huganum, þegar horft er inn i framtíðina. Hvergi finn ég meira þakklæti til forsjónarinnar. Hvergi bjargfastari sannfæringu fyrir því, að lífið sé dásamlegt og yfirnáttúrlegt kraftaverk. Og hvergi bera menn böl og mótlæti með meira þolgæði og kjarki en þar.“ Þessi frásögn og lýsing gæti í höfuðdráttum átt við flestar íslenzkar baðstofur fyrir um 70 árum síðan, að því er búnaðinn varðar. En bjartsýnin, sem hér er svo ljós- lega fram dregin, trúin á framtíðina, hún er séreign landnem- ans, hún átti óvíðast heima í baðstofum fátæklinganna heima á íslandi fyrir 70 árum. En það er hún, sem bregður mestri birtunni yfir bjálkakofann, yfir bernskuheimili Rögnvalds Pét- urssonar og annarra barna landnemanna. Mennirnir í bjálka- kofunum í litlu íslenzku byggðahverfunum vestra létu sér ekki i augum vaxa fátækt og mikið erfiði, er hér beið þeirra. Þeir voru slíku vanir, aldir upp við það og kviðu því ekki. Annarra þjóða menn höfðu áður staðið í likum sporum og sigrazt á örðugleikunum. Sjálfir höfðu þeir ásett sér að gera sinn hlut engu minni, trúðu því, að þeiin mundi takast það. Án þess að þeir gerðu sér það ljóst, voru þeir lílta til þess Icomnir í þetta ókunna, fjarlæga land að sanna heirninum, að lítil þjóð og fá-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.