Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 17

Andvari - 01.01.1948, Side 17
ANDVARI Rögnvaldur Pétursson 13 vard og tók þá við prestsþjónustu hjá íslenzka únitariska söfn- uðinum þar. Þessi söfnuður, hinn fyrsti íslenzki únitarasöfn- uður, var stofnaður 1891 af Birni Péturssyni frá Hallfreðar- stöðum. Þessi söfnuður hafði löngum verið forstöðulítill og vaninegnugur, og yfirleitt hafði únitarastefnan litlum ítökum náð hjá íslendingum, a. m. k. ekki svo, að um safnaðarstarf- semi væri að ræða, nema á einum 2—3 stöðum og þó lítils háttar. Hér skorti forustu, enda mátti virðast svo sem hér væri til litils að vinna, þar sem á móti brauzt öflugt og vel skipulagt hið evangeliska, lúterska kirkjufélag Islendinga i Vesturheimi, undir fastri og öruggri stjórn hins mikilhæfa foringja, sira Jóns Bjarnasonar, er leit þvílíka vantrúarvillu mjög óhýru auga. Hér var hvorki við miklu ríki að taka né vænlegt að færa út kvíarnar við slika fyrirstöðu. Þarf og ekki að efa það, að Rögnvaldur hafi átt um þessar mundir ærinn kost á störf- um, er betur væri launuð og framavænlegri en prestsþjón- usta við íslenzka únitarasöfnuðinn í Winnipeg. Þó valdi hann þann kost. Hér skar efalaust úr, nð hann vildi starfa í þágu landa sinna, og þótt enn kvæði lítið að samtökum hinna frjáls- lyndari manna í trúarefnum, var slíkt engan veginn til þrautar i'eynt. Skapferli hans var og sizt þannig farið, að hann hliðraði sér hjá átökum, ef þörf gerðist. Þann, sem þetta ritar, skortir því miður kunnleika og þekk- mgu til að rita um kirkjumál Vestur-íslendinga, svo að fróð- leikur sé í, enda myndi það verða lengra mál en hér fengi rúmazt. Verður því að stikla á stóru og aðeins vikið að helztu áföngunum í sögu þessara mála, eftir að Rögnvaldur Péturs- son tók að hafa afskipti af þeim, og þá einkum stuðzt við frá- sögn síra Guðmundar Árnasonar í vfirliti hans um ævi Rögn- valds, prentaða í Tímariti Þjóðræknisfélagsins 1940. Eins og fyrr var sagt, gerðist hann preslur islenzka únitarasafnað- arins í Winnipeg vorið 1903, en þá hafði um 2—3 ár enginn fastur þjónandi prestur starfað fyrir söfnuð þennan. Hið unitariska frikirkjufélag íslendinga í Ameriku, sem síra Magnús J. Skaftason hafði forgöngu um að stofna 1901, var htið meira en nafnið tómt. Nú var hafizt handa um endur-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.