Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 19

Andvari - 01.01.1948, Side 19
ANDVAIU Rögnvaldur Pétursson 1& Urðu fleiri söfnuðir til þess að fara að dæmi Tjaldbúðarsafn- aðarins, og varð af öllu þessu hin mesta orrahríð víða um bvggðir íslendinga. Söfnuðir þeir, sem gengu úr kirkjufé- laginu, fengu sumir presta heiman af íslandi. Höfðu þeir nokkra samvinnu sín á meðal, en stofnuðu þó ekki reglulegt félag með sér að sinni. En nokkuð snennna mun hafa orðið umtal um það meðal manna, sem stóðu að hinni frjálslyndu stefnu, hæði meðal únitara og fylgismanna síra Friðriks Bergmanns, að vel færi á því, að flokkar þessir gengi til sam- starfs, en slikt myndi styrkja mjög frjálshuga kirkjustarf- semi meðal íslendinga vestra. Síra Rögnvaldur var þessu fylgj- andi, og af hálfu hinna ýmsir áhrifamenn, þótt þar gætti að vísu nokkurrar tregðu, er olli því, að málið dróst á langinn. Átti sira Jakob Kristinsson, er urn hríð var þjónandi prestur hinna frjálslyndu safnaða í Saskatchevvan, einna mestan þátt í því, að hér dró til samvinnu, og var þá svo ráð fyrir gert, að fengnir yrði prestar heiman af Islandi til þess að starfa fyrir hið nýja kirkjufélag. Upphaf þess sambands var það, að meiri hluti hins gamla safnaðar síra Friðriks Bergmanns í Winni- peg, Tjaldbúðarsafnaðarins, sameinaðist hinum únitariska söfnuði síra Rögnvalds. Árið 1921 fór sira Rögnvaldur til ís- lands og réð þá síra Ragnar E. Kvaran til þess að taka við prestsþjónustu við hinn nýja Sambandssöfnuð. Kom hann vestur í byrjun árs 1922. Um líkt leyti réðust þeir síra Friðrik A. Friðriksson og síra Eyjólfur .1. Melan í þjónustu Sain- bandssafnaðanna. Árið 1923 var svo stofnað liið sameinaða hirkjufélag íslendinga í Norður-Ameríku. Gengu allir únitara- söfnuðirnir í þetta kirkjufélag og nokkrir hinna, er áður voru gengnir úr gamla evangeliska lúterska líirkjufélaginu; nokkrir biðu þó álengdar um sinn, en þágu prestsþjónustu af prest- mn Sameinaða ltirkjufélagsins. Fáeinir hurfu aftur inn i sitt gamla kirkjufélag. Með stofnun hins sameinaða kirkjufélags var til lykta leidd su þróun i kirkjumálum íslendinga vestra, er síra Rögnvaldur hafði að starfað um tvo áratugi. Koinið var á víðtækri sam- vinnu meðal frjálslyndra íslendinga, er áður voru meira eða 2

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.