Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 38

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 38
34 I>orkell Jóhannesson ANDVARl og illvigur og vafalaust einn svartasti bletturinn á blaða- mennsku íslendinga vestra. I þeim eldi öllum var það að vísu mikill styrkur hinu aldurhnigna skáldi að finna bjargfasta tryggð þeirra manna, er hann sjálfur mat mest. Mitt í þessum róstum, þar sem kalla mátti, að einskis væri svifizt, hóf Rögn- valdur viðbiinað að útgáfu Andvakna hinna síðari. Hér var af skörungsskap bætt fyrir „syndir annarra". Og vel megum við, íslendingar heima, minnast þess, að þau eru teljandi is- lenzku skáldin, sem eiga verk sin ja'fnskörulega í liendur búin ölnum og óbornum. Doktorsnafnbót sú, er Háskóli Is- lands sæmdi Rögnvald Pétursson 1930, var makleg viðurkenn- ing á starfi hans i þágu íslenzkra mennta, en það starf féll honum aldrei úr hendi, meðan kraftar entust. IX. Rögnvaldur Pétursson var um flesta hluti gæfumaður. Hon- um tókst með gáfum sínum og atorku að afla sér ágætrar menntunar. Æskuhugsjón sinni, eflingu frjálshuga kristindóms meðal íslendinga vestra, tókst honum að koma á þann rek- spöl, er lengi mun minnzt verða og að njóta. Hann átti hinn mesta þátt í að stæla landa sína til samtaka um þjóðernismál sin og vann þar sjálfur verk, sem lengi mun uppi verða. Hon- um hlotnaðist mikil virðing og margvíslegur trúnaður og sænid, bæði með innlendum og erlendum mönnum. Hann kvæntist ungur, árið 1898, sama árið og hann hóf nám í Meadville, eftir- lifandi konu sinni, Hólmfriði Jónasdóttur Kristjánssonar fra Hraunkoti í Aðaldal, mikilhæfri og gáfaðri konu, er bjó hon- um fagurt heimili og var honum trúlega samhent í allri hans baráttu og margbreyttu, örðugu ævistarfi. Þau eignuðust fjögur börn, er til aldurs komust: Þorvald, Margréti, Ólaf og Pétur, er ÖIl hafa mannazt vel. Þótt hagur þeirra hjóna væri þröngur framan af árum, varð breyting á þvi. Gerðist Rögnvaldur vej efnaður, og gat hann því betur neytt sín, er stundir liðu, J starfi, er að vísu gaf oft lítið i aðra hönd, og kom það sér veh því veglyndi og rausn skorti ekki. Stvr sá, er um hann stóð framan af árum og alllengi eimdi af, svo sem oft vill verða,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.