Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Síða 41

Andvari - 01.01.1948, Síða 41
ANDVARI Sigurður Breiðfjörð 37 Árið 1804 fluttu foreldrar Sigurður frá Rifgirðingum. Þá tóku þau til ábúðar hálft Helgafell á móti séra Sæmundi Magnússyni Hólm. Þar voru þau tvö ár og fluttust síðan að Þingvöllum í Helgafellssókn. Þar voru þau skamma hríð. Siðan voru þau búlaus hin næstu ár, en árið 1810 byrjuðu þau búskap af nýju í Bíldsey. Þar andaðist Eiríkur 4. júlí 1819, 52 ára að aldri, af afleiðingum slysfara. Ingibjörg, móðir Sigurðar, giftist aftur Jóni Ásgrímssyni Hellnaprests, og bjuggu þau á Selvelli og Knerri í Breiðuvík. Árið 1808 var Sigurði komið í fóstur til Guðmundar bónda að Sveinsstöðum í Neshreppi, og þaðan fluttist hann með fóstra sínum að Krossnesi utan Ennis. Árið 1811 (26. maí) var hann fermdur að Setbergi af séra Birni Þorgrímssyni, og er hann talinn fyrstur af 11 fermingarbörnum í kirkjubókum. Þá er hann talinn 14 ára að aldri og þess getið, að hann hafi verið »præpareraður“ í 3 ár. Um þessar mundir fór hann heim til foreldra sinna í Bíldsey. Næstu tvo vetur var hann við nám á Helgafelli hjá séra Gísla Ólafssyni, og mun ætlunin hafa verið, að hann gengi mennta- veginn. Af þessari ráðagerð varð þó ekki, sökum þess að for- eldrar hans höfðu ekki efni á að kosta hann til frekara náms. Heima fyrir var hann ódæll og þungur til vinnu. Því var horfið að því ráði að koma honum til Kaupmannahafnar, til þess að nema beykisiðn. Þetta var haustið 1814 eða 1815. Studdi Uogi Benediktsson verzlunarstjóri í Stykkishólmi hann til þeirrar farar fyrir frændsemi sakir. Sigurður var síðan er- íendis um næstu þrjú eða fjögur ár og fara litlar frásögur af þeirri dvöl. Hann mun ekki hafa lokið námi í heykisiðn, enda hafði hann ekki fengið sveinsbréf í iðninni. Vorið 1818 kom Sigurður aftir til íslands og gerðist þá beyldr a ísafirði við Neðstakaupstaðarverzlun, og stendur það hús enn með ummerkjum, þar sem hann hafði inni og starfaði. Uá verzlun átti Ólafur Thorlacius kaupmaður, en verzlunar- stjóri var Jón Jónsson eða Johnsen frá Reykhólum. Með vissu verður ekki sagt, hversu lengi Sigurður dvaldist á ísafirði, en næstu fjögur árin var liann ýmist þar eða í Stykkishólmi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.