Andvari - 01.01.1948, Page 46
42
Jóh. Gunnar Ólafsson
ANDVARI
ekki öðlast kann frá mínum mandatari, ræð ég af að sleppa
allri frekari sókn í sögðu Skáleyjamáli og afsala prestinum
Eggert Jónssyni téða sök.“ Greiddi Eggert prestur Sigurði 20
spesíur, en fyrir eftirstöðvunum gaf hann viðurkenningu. Auk
þess fékk hann hálfa Brunná og hálft Þverfell í Saurbæ, og
afhenli hann erfingjunum þá jarðarparta. Þá áskildi Sigurður
Guðmundi Scheving, húsbónda sínum, forkaupsrétt að Skál-
eyjum, sökum þess, að hann hefði orðið að „sakna nær allrar
minnar suinarþjónustu við þessa máls ferðalög og útréttingar“.
Síðan var Sigurður staddur að Ballará 20. janúar 1830, og þá
áritaði hann bréfið með þeirri yfirlýsingu, að innlausnarréttur
Guðmundar Schevings væri fallinn niður.
Um vorið fluttist Sigurður til Stykkishólms. Það varð nú
að ráði, að hann færi utan og legði stund á dönsk lög. Styrktu
vinir hans og frændur hann með fjárframlögum lil þeirrar
farar. Fór hann til Kaupmannahafnar haustið 1830, en lítið
varð úr lestri fyrir Sigurði. Hann var nú orðinn ærið drykk-
feldur, og leið haustið fyrir honum í glasaglaumi í hópi kátra
félaga. Um jól var fé hans þrotið, og var þá lokið laganámi
hans.
Vorið 1831 réðst hann til konungsverzlunarinnar á Græn-
landi við beykisstörf. Einnig álti hann að kenna Grænlend-
ingum hákarlaveiðar með lagvað. Til þessa óyndisúrræðis
hefur hann gripið sökum þess, að hann hefur hrostið kjark
til að hverfa aftur heim til Islands, eftir að hafa hrugðizt vin-
um sínum og áform lians voru orðin að engu.
Sigurður fór 2. apríl 1831 í'rá Kaupmannahöfn og kom til
Sykurtopps á Grænlandi 1G. maí, eftir erfiða ferð.
Um veru sína á Grænlandi hefur Sigurður ritað smákver,
Frá Grænlandi, og hefur það tvisvar sinnum verið gefið út
á prent (1830 og 1912). Þar er allrækilega sagt l'rá störfum
Sigurðar á Grænlandi, auk þess sem lýst er siðum og háttum
Skrælingja, veiðiskap og fornmenjum. Ferðaðist Sigurður mik-
ið um landið og átli mikið saman við Grænlendinga að sælda.
Gat hann að lokum bjargað sér í grænlenzku. Kenndi hann
víða hákarlaveiði, en aðalstörf hans voru beykisstörfin. Lengst