Andvari - 01.01.1948, Side 48
44
Jóli. Gunnar Ólafsson
ANDVARI
kot og hefur nú lengi verið í eyði. Steingrímur Thorsteinsson
lýsir þannig húsakynnum á Grímsstöðum:
Blasti efra bæjarkornið býsna smáa
viður Hnausahraunið gráa.
Hver spyr nú um innið Iága?
Mikið orð hefur verið á því gert, að Kristín hafi verið vel
efnum búin, þegar þau tóku saman, Sigurður og hún, og meira
úr þeim gert en efni hafa staðið til. Skipti í dánárbúi Jóns
Jónssonar fóru fram 20. júní 1833. Hreinar eignir búsins voru
707 ríkisdalir, og skiptist upphæðin milli tveggja barna Jóns,
Kristjáns og Jóhönnu, samkvæmt erfðaskrá, sem Jón fékk
konungsstaðfestingu á 1825. Innifalin i þessum eignum var
jörðin Gröf í Breiðuvík, sem metin var á 350 ríkisdali. Hvort
barn fékk þannig 178 dali í hlut auk jarðarpartsins, og er því
auðsætt, að Jón hefur enginn efnamaður verið. Á hreppskila-
þingi árið 1836 telur Kristín fram 1 kú, 6 ær og 1 liest og 3%
lausafjárhundruð. Þá er Sigurður kominn að Grímsstöðum
talinn vera þar lausamaður. Það hafa og vafalaust ekki
verið efnin, sem löðuðu Sigurð að Kristínu, heldur hitt, að
hún var kona ásjáleg og greind. Sigurður dvaldist hjá henni
haustið 1835 um nokkurt skeið. t marzmánuði 1836 skrifaði
hann Kristínu bréf, sem ber því ljósan vott, hversu hlýtt
honum hefur verið til hennar. Segir Sigurður í þessu bréfi,
að allt efni bréfs, sem hann hafi fengið frá Kristínu,
hafi verið „mér ánægjufullt, stíllinn snotur og gáfulegur,
sem lét mig enn verða varan við þína nýju fullkomlegleika i
því, sem minnst er að vænta, höndin nett og lagleg, svo þegar
ég verð sýslumaður, ætla ég óhikað að gera þig að hreppstjóra,
því margur af þeim mætti óska að gela skrifað og stílað bréf
líkt þínu“.
Sigurður var ennþá kvæntur maður. Að vísu hafði hann i
nóvember 1834 skrifað Ólafi Hannessyni Finsen, bæjarfógeta
í Reykjavík, sem þá var settur stiftamtmaður, og farið þess
á leit, að hann fengi skilnað við Sigríði Nikulásdóttur. Finsen
svaraði því til, að þetta félli ekki undir embættisstörf hans,