Andvari - 01.01.1948, Page 50
4fi
Jóh. Gunnar Ólafsson
ANDVARI
það, að amtmaður hefur borið kala til Sigurðar, en efni þess
verður rakið hér, því að það sýnir vel, hverjum augum sumir
litn á Sigurð, og skýrir nokkur atriði í æviferli hans. Amt-
maður byrjar á að skýra frá þvi, að maður nokkur, sem heiti
Sigurður og tekið hafi scr ættarnafnið Breiðfjörð, hafi dvalið
vestanlands siðan veturinn 1834 á ýmsum stöðum, en þó tekið
sér ferðir á hendur í kauptíðinni á surnrum til Reykjavíkur og
dvalizt þar um stund. Aður dvaldist hann nokkur ár í Græn-
landi og fyrr í Vestmannaeyjum, þar sem hann kvæntist, og
siðan í Reykjavik. Síðan segir amtmaður, að honum hafi nokkr-
um sinnum verið kennd börn i Snæfellsnessýslu, en sökum
þess, að Breiðfjörð hefði talið sig skilinn við konu sína með
dómi fyrir hórdóm, þá hafi þessi afbrot hans verið talin leg-
orðsbrot og þeim ekki frekar gaumur gefinn. Þá segir amt-
maður, að hann hafi trúlofazt stúlku, sem sé áþekk honum
og blandin í skapi. Fyrir J>eim var jDrisvar lýst í kirkju til
hjónabands, en þá barst út orðrómur um J)að, eftir Páli Jóns-
svni presti, að Sigurður væri ekki ennj)á skilinn. Þótti J)að
grunsamlegt, þegar Sigurður Jjóttist vera búinn að týna afriti
af skilnaðardóminum, og biður amtmaður því um, að eftir
því sé grennslazt í Vestmannaeyjum, hvernig Jjessu sé háttað.
Loks segir amtmaður, að sig minni, að Sigurður hafi lent i
draugsmáli í Reykjavik, og ltiður um afrit af þeim dómi. Getur
hann þess, að Sigurður hafi við skál byrjað að hræða einfeldn-
inga í nágrenni við sig, en heppnazt við fáa. Loks segir amt-
maður, að Þorgrímsen, bæjarfógeti í Reykjavík, hafi kveðið
upp úrskurð og þannig flæmt Sigurð burtu. Þessi síðustu um-
mæli amtmanns hafa sennilega ekki við neitt að styðjast, en
geta má þó þess, að talið er, að Sigurður hafi flúið lil Vest-
mannaeyja 1824, og mætti vera eitthvert samband þar á milli.
Þegar í aprílmánuði 1837 var höfðað mál gegn séra Jóhanni
fyrir að gifta Sigurð og Kristínu. Mætti Sigurður 2. maí sem
vitni í því máli, og viðurkenndi hann J)á, að hann hefði „með
fúsum vilja og fullu ráði verið saman vigður í hjónaband með
Sigríði Nikulásdóttur“. Einnig viðurkenndi hann, „að hann
sjálfur meint hafi Sigríði Nikulásdóttur fyrir konu sina, að