Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1948, Page 54

Andvari - 01.01.1948, Page 54
50 Jóh. Gunnar Ólafsson ANDVARI á snoðir um áform Sigurðar. Kvaddi hann Sigurð fyrir rétt og tók þar af honum skýrslu um áform hans og veitti honum siðan frest til þess að leggja fram skriflega umsókn. í umsókn- inni skýrir Sigurður frá því, að hann hafi keypt litla skemmu í Grjótahverfi og sé það ætlun sin að setjast þar að og hafa ofan af fyrir sér og konu sinni með iðn sinni og skáldskap. Umsókn þessi fékk skjóta afgreiðslu. Daginn eftir kvað Stefán Gunnlaugsson upp úrskurð á þá lund, að Sigurði skyldi synjað um leyfi til þess að setjast að í Reykjavík, og rökstuddi hann neitun sina með því, að engin líkindi væru til, að Sigurður gæti séð sér farhorða, sökum þess að hann hafi viðurkennt fyrir rétti, að hann hefði ekkert sveinsbréf í iðn sinni. Einnig vitnaði hann til samþykktar bæjarstjórnar Reykjavíkur frá 1841 í þá átt, að tjón væri að því, ef tómthúsmenn tækju sér bólfestu í bænum. Stefán leitaði samþykkis Þórðar Guðmunds- sonar, sýslumanns í Kjósarsýslu, á úrskurðinum, og stóð ekki á því. Út af þessari umsókn Sigurðar tók Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti Sigurð þrisvar sinnum fyrir lögreglurétt, dagana 6., 7. og 9. júní 1842, og lét hann gefa skýrslu um hagi sína. Skýrði Sigurður frá því í l'yrsta réttarhaldinu, að hann teldi sig kunna beykisiðn, þótt hann gæti ekki sýnt sveinsbréf frá iðnaðarmannafélagi í Kaupmannahöfn. Haustið 1842 fluttist Sigurður til Reykjavíkur. Sennilega hef- ur atvinna verið rýr og þröngt í búi hjá honum um þessar mundir, því að um veturinn, í desember, skrifaði hann eða lét skrifa tvær ávísanir á vörur lijá verzlun einni i bænum i nafni tveggja góðkunningja sinna. Hélt Sigurður því fram, að hann hefði haft leyfi þeirra til vöruúttektarinnar, sein nain 4 ríkisdölum, en ekki vildu þeir við það kannast. Þremur vik- um síðar endurgreiddi Sigurður fjárhæðina. Kaúpmaður mun hafa fengið grun um, að Sigurður hefði ekki fulla heimild til þess að taka vörurnar, og kærði hann Sigurð. Sefán Gunn- laugsson bæjarfógeti bað í marzmánuði 1843 Þórð Guðmunds- son sýslumann að hefja rannsókn á atferli Sigurðar, og tók hann skýrslu af mönnum þeim, sem hlut áttu að máli. Stift-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.