Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 56

Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 56
52 Jóli. Gunnar Ólafsson AN'DVARl argerðar sinnar, en kveðst ekki annað vita en það, sem gangi um bæinn um heilsufar Sigurðar, því að hann hafi kennt konu hans að annast hann í köstunum. Var nú horfið að því ráði að láta Sigurð afplána refsinguna í fangahúsinu í Reykjavík, og var hann þar dagana 11.—26. júní 1845. Málskostnaðinn gat Sigurður ekki greitt, og lagði bæjarfógeti til við stiftamt- mann, að upphæðin væri greidd af almannafé, sökum þess að alkunnugt væri, að Sigurður væri naumast fær um að afla brýnustu nauðsynja og væri með öllu eignalaus. Af þessu má ljóst vera, hversu mjög hallaði undan fæti fyrir Sigurði á alla lund. Eftir þetta lifði hann aðeins skamma hríð. Hann dó rúm- lega ári síðar i’ir mislingum. í skýrslu séra Ásmundar Jóns- sonar, prests í Reykjavík, til bæjarfógeta, dags. 11. júni 1847, segir, að Sigurður hafi dáið í Grjóta 21. júlí 1846 og verið jarð- settur 27. júlí. Engin ræða var flutt við útför hans, að því er talið er. Árið 1863 reisti Kvöldfélagið í Reykjavík legstein á leiði Sigurðar í Reykjavíkurkirkjugarði. Hér að framan hefur verið reynt að lýsa ytri aðstæðum Sigurðar. II. Sigurði er þannig lýst, að hann hafi verið meðalmaður á vöxt, herðabreiður, hálsstuttur, útlimagrannur, skrefhár og ineð kart- neglur. Hann var kringluleitur og rauðleitur í andliti, ennið hrukkótt, þungbrýnn og svartbrýnn. Hárið var jarpt og strýtt. Hann hafði lítið vangaskegg. Augun voru smá og snör, nefið stórt og hátt fremst, eins og títt er um klumbunef. Hann var varaþykkur, opinmynntur og með gisnar tennur. Hann var fastmæltur, en dálítið blestur i máli. Að skaplyndi var hann örlyndur, léttlyndur, gamansamur og óreiðigjarn. Þessi lýsing er tekin eftir Jóni Borgfirðing, og kemur hún heim við ýmsar sögur, sem af Sigurði ganga, eftir heimildum samtíðarmanna hans. Til eru nokkur vottorð manna, sem höfðu náin kynni af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.