Andvari - 01.01.1948, Page 60
56
Sigurður Breiðfjörð
AN'DVARli
rímur af Gunnari á Hliðarenda 1860, Ferjumannaríma sama
ár með Gunnarsrímum og rímur af Hans og Pétri, prentaðar
með Smákveðlingum árið 1862.
Eins og áður segir, lét Sigurður sjálfur prenta tvenna Ljóða-
smámuni, en árið 1862 komu út Nokkrir smákveðlingar.
Úrvalsrit Sigurðar gaf Einar Benediktsson út árið 1894.
Annað af ritum Sigurðar hefur ekki verið prentað, nema
lausavísur og kveðlingar á víð og dreif í blöðum og tímaritum.
í handritasöfnum Landsbókasafnsins er mikið geymt af
óprentuðum kveðskap Sigurðar, þar á meðal nokkrar rímur.
Sigurður mun lifa í bókmenntum þjóðarinnar sem fremsti
merkisberi alþýðukveðskaparins.
Sigurður Nordal prófessor kallaði Sigurð í fyrirlestri stór-
skáld alþýðunnar, og verður ekki betur ákveðin staða hans i
islenzkum bókmenntum.
Helmildir:
Ævisaga Sigurðar Breiðfjörðs skálds, eftir Gísla Konráðsson.
Stutt æviminning Sigurðar Breiðfjörðs skálds, eftir Jón Borgfirðing.
Sigurður Breiðfjörð. Fyrirlestur, eftir Sighvat Grimsson Borgfirðing.
Formáli fyrir Úrvalsritum Sigurðar Breiðfjörðs, eftir Einar Benediktsson.
Inngangur að Númarímum, eftir Sveinbjörn Sigurjónsson mag.
Réttarskjöl og bréf í þjóðskjalasafni og kirkjubækur.