Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1948, Side 61

Andvari - 01.01.1948, Side 61
ANDVARI Um fiskirækt í Bandaríkjunum. Eftir Óttar Indriðason. Hér er ætlunin að segja lítið eitt frá fiskirækt í Bandaríkj- uin Norður-Ameríku, ef það mætti verða einhverjum þeim, sem það les, til fróðleiks eða ánægju. Efnið er allumfangsmikið og margþætt. Verður stiklað á stóru, því að hvorki vinnst tími né rúm til annars. Með fiskiræld er hér aðallega átt við klak á hrognum fersk- vatns nytjafiska og fóðrun og uppeldi seiðanna um lengri eða skemmri tíma þar á eftir. Aðferðir þessarar ræktunar eru töluvert margvíslegar í Bandaríkjunum. Fer það aðallega eftir því, um hvaða tegund fisks er að ræða. Sömuleiðis liefur loftslag mikið að segja og ýmsar aðrar ytri aðstæður. Við munum hér aðallega halda okkur við klak og uppeldi lax og silungs, þar sem þetta eru þær tegundir nytjafiska í ósöltu vatni, sem við hér á landi þekkjum bezt og eru okkur mests virði. í jafnvíðlendu landi sem Bandaríkjunum er auð- vitað um fjölda margar fleiri tegundir nytjafiska í fersku vatni að ræða, en flestar þeirra eru islenzkum Iesendmn lítt kunnar og hafa alls engin áhrif á afkomu vora eða atvinnulíf. Undir þetta síðast nefnda, þ. e. a. s. fisktegundir, sem hér eru óþekktar og tæplega heppilegar vegna legu landsins og loftslags, heyra þær tegundir fiska, sem hafðar eru i tjörnum þeim, sem á slæmri íslenzku mætti kalla „ræktaðar“ tjarnir. Um þetta hefur nokkuð verið ritað og rætt hér á landi hin síðari ár, og finnst mér því rétt að gera því sutt skil. Þessi aðferð tíðkast allmikið í Bandaríkjunum, sérstaklega sunnanvert, og hefur mikla möguleika, þar sem hún á við.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.