Andvari - 01.01.1948, Blaðsíða 64
60
Óttar Indriðason
ANDVARI
1864. Var henni valinn staður í smáþorpinu Calodonia í New
York, skammt frá Rochester. Forstöðumaður þessarar klak-
stöðvar og aðalhvatamaður að stofnun hennar hét Seth Green.
Má hann með réttu teljast brautryðjandi fiskiræktar í Banda-
ríkjunum. Klakstöðin í Calodoniu starfar enn þá með fullum
afköstum. Flest hús og mannvirki, sem þar voru gerð í upp-
hafi, eru enn í notkun. Seth Green hefur verið reistur ein-
faldur en óbrotgjarn minnisvarði á staðnum.
Viðhorf Ameríkumanna til lax- og silungsveiði er töluvert
öðru vísi en almennings hér á landi. Stafar það sennilega fyrst
og fremst af þvi, að veiðiréttur í ám og vötnum er þar eign
hins opinbera en ekki þeirra manna, sein lönd kunna að eiga
að veiðivötnunum, eins og hér er. Gildir þetta um alla veiði
ferskvatnsfiska, þótt hér sé talað um lax og silung eingöngu.
Þeir, sem fiskveiðar stunda í ám eða vötnum, hvort sem
um er að ræða atvinnu eða skemmtun, verða að greiða ein-
hverja leigu fyrir. Sé t. d. um stangarveiði að ræða, kaupir
veiðimaðurinn leyfisbréf, sem heimilar honum að stunda þessa
veiði um tiltekinn tíma á ákveðnu svæði. Yfirleitt er verð þess-
ara leyfa sanngjarnt. Tekið er tillit til veiðitækja þeirra, sem
nota skal, og ástæðunnar til veiðinnar. Þá er víðast hvar gerð-
ur greinarmunur á því, hvort um er að ræða heimamenn eða
aðkomumenn, þannig að aðlcomumaður borgar meira fyrir
sams konar leyfi. Þótt gjaldið fyrir veiðileyfin sé sanngjarnt,
þá er það mikið fé, sem saman kemur fyrir þau. Þessu fé er
síðan varið til fiskiræktar, aðallega af hinum einstöku ríkj-
um. Notar hvert ríki um sig það fé, sem þar kemur inn, til
íiskiræktarstarfsemi innan sinna endimarka. Mörg ríki leggja
mikla áherzlu á að hafa stangarveiði sem bezta í ám sínum
og vötnum, því að góð veiði dregur ferðamenn að meira en
flest annað, sem þau kunna að hafa upp á að bjóða. T. d.
hefur það oft verið sagt um Maine, sem er nyrzta og austasta
ríki Bandaríkjanna, að íbúar þess lifðu aðallega á sumargest-
um. Þótt þetta sé e. t. v. nokkuð orðum aukið, er hitt víst,
að óhemju fjöldi manna kemur þangað norður á sumrin frá
stórborgum og úr þéttbýli austurstrandarinnar. Mikinn þátt